Græju- og helgarfréttir

Jæja.. þá er nú mikið búið að gerast í græjumálunum á heimilinu. Eins og glöggir lesendur kúrbítsins hafa tekið eftir þá erum við hjúin búin að skipta út gömlu góðu Lagúnunni og erum komin á þennan svaka fína Hyundai Getz, glansandi svartan og sætan. Einnig er komin í hús myndavélin sem við keyptum okkur og flaug til okkar frá Ebay-landi. Hún er hreint út sagt alveg ótrúlega flott og þið megið búast við að það fari að bætast allsvakalega við myndaalbúmin hér á kúrbítnum.. fjúhh! maður lifandi hún er svo flott!! Það nýjasta í þessum græjumálum okkar er að við erum búin að kaupa okkur uppfærslu í tölvuna okkar.. Pétur veit nú aðeins betur um það mál og á örugglega eftir að monnta sig eitthvað hér síðar.

Af helginni er það að segja að við skruppum í brúðkaup í Vestur sýsluna (Skaftafells) á laugardaginn. Þar gengu í hjónaband þau Kalli frændi og Stella núna konan hans. Þau giftu sig í pínkulitlu og eldgömlu bænahúsi á Núpstað við Lómagnúp. Svo héldu þau flotta veislu í Efri-Vík sem er rétt hjá Klaustri. Þetta var rosalega huggulegt og skemmtilegt brúðkaup. Eftir brúðkaupið keyrðum við í bæinn og eyddum svo sunnudeginum í miklum rólegheitum og rómatík. Ég kom svo hingað til Hornafjarðar aftur í gær.

Næstu daga verð ég á fullu að klára gjóskulagaverkefnið hérna á háskólasetrinu í Nýheimum, þar sem lífið snýst að miklu leiti um jarðvegssnið og gjóskulög.. mold og aftur mold

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *