Kartöflubátar

Þetta þarftu: 800gr kartöflur – stórar, 4 msk ólífuolía, 3 hvítlauksgeirar saxaðir smátt, 1-2 msk saxaðar ferskar kryddjurtir – t.d. rósmarín, timjan og basilíka, 1 msk sítrónusafi, 1 msk dijon sinnep, nýmalaður pipar og salt

Svona geririðu: Ofninn er hitaður í 200°C. Kartöflurnar burstaðar, þerraðar og skornar í báta eftir endilöngu. Þeim er svo vellt uppúr olíunni og svo raðað á álpappírsklædda bökunarplötu en olían geymd. Kartöflurnar settar í ofninn og bakaðar í um hálftíma. Snúið tvisvar eða þrisvar svo þær festist ekki við. Kartöflurnar eru þá teknar út og grillið í ofninum hitað. Hvítlauk, kryddjurtum, sítrónusafa, sinnepi, salti og pipar blandað saman við afganginn af olíunni og kartöflunum svo hrært saman við. Sett aftur á plötuna og inn í ofn undir grillið þangað til þær eru orðnar gullbrúnar. Snúið tvisvar.

Að lokum: Við smökkuðum þessar kartöflur fyrst í ótrúlega góðu fondue partýi hjá Sædísi. Myndin af henni og Védísi Helgu er reyndar tekin í Grease partýinu fræga sem var alveg frábært partý, löggan kom og allt! Það er samt önnur saga..
Við höfum þetta oftast með einhverjum góðum grillmat og ég held ég hafi nú alltaf notað aðeins meira en 4 msk af ólífuolíu og líka aðeins meira af krydjurtum en 1-2 msk enda fáránlegt að mæla ferskar kryddjurtir í matskeiðum. Þetta eru svona ofnbakaðar kartöflur sem maður nennir kanski ekki alltaf að gera, þetta er meira svona spari.. allavega hjá okkur.

Síkátar og sætar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *