Við skelltum okkur í Hagkaup í gær að kaupa í matinn. Það er nú ekki frásögu færandi nema hvað, það var kona á undan okkur á kassa sem verslaði sitt lítið af hverju og gerði sér lítið fyrir og bara gleymdi öllu sem hún verslaði og labbaði í burtu! Ég tók mig til og skokkaði á eftir henni og lét hana vita af þessu. Þetta fannst okkur Heiðu alveg hreint stórkostlegt. Ég meina, það er kannski í lagi að gleyma tannkreminu eða handsápunni, en að gleyma bara ÖLLU sem þú keyptir, er það ekki aðeins of mikið af hinu góða? Eins og að þetta sé nú ekki nóg, þá sá ég lítinn strák í Hagkaup sem var að ná sér í snakk. Ekki er það nú heldur frásögu færandi, nema hvað að snakkpokinn var jafnstór og krakkinn og það er engin lygi. Magnað alveg hreint!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *