Já…mér finnst alltaf jafn yndislegt að sjá skemmtilega lesendabréf í dagblöðum. Fólk virðist taka sér tíma til að skrifa um allan fjandann og kvartar yfir öllu. Ég meina…ok…allt í lagi að kvabba eitthvað, en andskotinn hafi það, þarf endilega að fara með þetta í blöðin til þess eins að eyða tíma hjá fólki eins og mér? Eða er ég kannski svona vitlaus að lesa þetta? Veit það ekki…Horfði á fína mynd um daginn. White noise heitir hún og ég mæli með henni. Michael Keaton stendur sig fínt. Ég sofnaði hins vegar yfir Hide and seek. Held að það segi lítið um gæði myndarinnar vegna þess að ég var fjandi þreyttur. Situr ennþá í mér að hafa þurft að vakna kl 4 á þriðjudagsnótt til að mæta í vinnu kl 5. Það hressti helvíti mikið. Spáið í fokking geðveiki. Þurfa að vakna kl 4!!!! Alveg spurning um að fá sér einhverja aðra vinnu þar sem er unnið á eðlilegum tíma. Annars gengur músstassvöxturinn vel og er aldrei að vita nema að ég skelli inn sérstökum músstassmyndum til að sýna forvitnum vegfarendum árangurinn. En svona til að upplýsa hina fáfróðu, þá er ég að safna músstass fyrir evróvisjón. Ég er að spá hvernig ég get gert útlit mitt meira svona austur evrópskt. Einhverjar hugmyndir?

0 thoughts on “

  1. híhíhíhíhí þú ert svo sætur með þetta skegg.. ég styð hugmyndina um músstassmyndasyrpu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *