Monthly Archives: May 2005

Vá hvað ég var að kaupa góð heddfón. 5.1 hljómur, sem þýðir surround og ég veit ekki hvað. Ekki leiðinlegt að sitja fyrir framan tölvuna og horfa á U2 á tónleikum. Magnað alveg hreint. Annars erum við bara hress í dag. Erum á leiðinni út að gera Heiðu klára fyrir skólaferðina. Kaupa nesti og nýja skó. Eða svoleiðis…

tatamm.. ég er búin með heimaprófið (loksins). var að setja punktinn fyrir aftan síðustu spurninguna. mikil gleði. í fyrramálið ætla ég að lesa það yfir og klára fráganginn og svo ætla ég að skila því. vona að það komi ekki í ljós síðar að ég hafi verið að tala tóma steypu. góða nótt :*

kvöldið góðir hálsar.. hvað er að frétta?
ég er að horfa á fótbolta í sjónvarpinu, chelsea – manchester united. ég var að komast að því að það eru svakalega margir í united sem mér finnst svo leiðinlegir.. nistelroy til dæmis. hann er búinn að fara í taugarnar á mér síðan á EM síðasta sumar. Rio Ferdinand líka fer í mínar fínustu. mér fanst gott á hann þegar hann fékk leikbann því hann mætti ekki í lyfjapróf.. svo er rooney líka frekar pirrandi.. svona óþroskaður gaur sem er alltaf að rífast yfir öllu og með svona óþarfa leiðinda brot. skrítið að þessir gaurar séu allir í sama liðinu. ég hef ekkert sérstaklega á móti united samt.. ekki það að rykföllnu gaurarnir í eldhúsdagsumræðunum á rúv séu eitthvað skemmtilegri en þessir..
fyrir utan þetta er allt fínt að frétta. brjálað að gera í skólanum. er að klára heimaprófið (loksins) og þá tekur GIS verkefnið mitt, svo á sunnudaginn fer ég í 5 daga námsferð að sólheimajökli, svo þarf ég að skila GIS skýrslu þann 25. maí og skýrslu úr ferðinni þann 31 maí.. þannig að það er meira en nóg að gera. satt að segja er ég ekki alveg viss hvernig ég á að koma þessu öllu fyrir. kemur í ljós. best að drekka kaffið á meðan það er heitt.. bæb

you’ll never walk alone er búið að hljóma í eyrum mér í allan dag. helvítis liverpool. þetta var líka bara fáránlegt mark! oj..
af öðru er það að frétta að wizards eru búnir að jafna á móti bulls 2-2. fimmti leikurinn er í kvöld í united center og vonandi fer það allt vel. ben gordon var valin besti sjötti maðurinn. það er ekkert smá góður árangur hjá rookie.
en ég er á leiðinni til möggu tannsa.. af nógu er að taka þar.
bæb

Jæja…þá ar bara að byrja að safna fyrir nýja stýrikerfinu frá Apple. Mac os x Tiger heitir það víst og á að vera hrein snilld. Efast ekki um það, þar sem allt sem kemur frá Apple er snilld. Ykkur er velkomið að koma með fjárframlög í söfnunina.

úffff… ég er að mygla á þessum skóla.. er ekki að nenna að gera þetta blesssssaða heimapróf sem ég á að vera að gera. sama heimaprófið og ég ætlaði að gera fyrir austan í síðustu viku. ég skil ekki hvað ég get verið bjartsýn stundum. svo er ég búin að skrá mig á sumarönn í skólanum. þannig að það verður sommerskúl í allt sumar. hvað er ég eiginlega að pæla ?? sommerskúl.. það verður allavega ekki jafn skemtilegt og í þessum sommerskúl, ha bjössi, með quantum leap kallinum :).. þetta er annars bara helvíti góð mynd. let’s take a seat… where shall we take them? I liked it very very very very very very very very much. jæja.. nú er ég farin að bulla..