Bolludagur

Ég hef oft velt því fyrir mér hvenær ég verð of gömul til að hlakka til bolludagsins. Held að það verði aldrei.. Mér finnst bolludagurinn einstaklega skemmtilegur. Vatnsdeigsbolla með suðusúkkulaði, jarðaberjasultu og rjóma og ískalt mjólkuglas með er bara æðislegt! Æ-ði-slegt!

Var að koma úr hressandi gönguferð. Labbaði til Hrafnhildar í hádeginu og lét hana gefa mér að borða. Það var mjög hressandi. Borðaði þessa dýrindis grænmetissúpu og brauð með osti. spjallaði svo yfir bolla af grænu tei. frábært veður úti. sólskin og lykt af úldnu grasi. sumstaðar farið að blómstra í görðum! í febrúar ??? þetta er klikkað land sem við búum á.

Er núna að hlusta á nýtt lag frá uppáhalds-hljómsveitinni minni, Antik, sem uppáhalds litlibróðir minn er í. þið getið kíkt á það hér.. mæli ég með því. Svo vil ég líka minna á að uppáhalds stóribróðir minn er farinn að senda út fréttapistla frá belgíu aftur.. mæli líka með því.

bolla bolla

3 thoughts on “Bolludagur

  1. Ég er sammála þér-bollurnar svíkja aldrei. Til að halda upp á íslenska siði þá bakaði ég bollur hér og skaust út í búðina á horninu til að kaupa rjóma. En þegar ég kom heim hafði ég keypt kaffirjóma! Svo ég notaði royal búðing á milli í staðinn og það var alls ekki svo slæmt þó að rjóminn og sultan sé alltaf best. Hvernig líður Hrafnhildi? Er hún ekki sett núna á næstu dögum?

  2. nammmm.. mér finnst líka frábært að hafa royal búðing á milli, sérstaklega ef maður hefur rjóma líka!
    Hrafnhildur er eldspræk, hún er skrifuð núna á föstudaginn og mikill spenningur í loftinu….

  3. Hæ, þetta er bara ég aftur. Ég var að kíkja á uppskriftarvefinn þinn og var að spá-ekki lumarðu á góðir gulrótarköku-uppskrift? ÉG fór í kökubók Jóa Fel en það er engin gulrótarkaka þar…sem er auðvitað bara rugl:)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *