Monthly Archives: April 2006

Mjög skemmtileg helgi liðin..

Föstudagur:
– Borðað á kaffihúsi með mömmu og pabba.
– Rölt á laugaveginum með mömmu og pabba, fórum í Kokku og líka í garnbúð.
– Heimsókn til HH og co.. BG fór í bakaríið
– Sækja Pésa í vinnuna, heim í sturtu og beit út í Loftkastala í röðina. Vorum frekar aftarlega, en með klækjum og kvennabrögðum tókst mér að redda miðum handa öllum.
– Horfði á músíktilraunir. Elli bróðir og Antik voru langflottastir! Ótrúlega magnað að sjá litla bróður sinn svona fullorðinn að spila og syngja á sviði fyrir framan fullan sal af liði með myndatökukall frá RÚV uppí nefinu.. Frábært alveg.. Þetta var meiriháttar kvöld!
Laugardagur:
– Vaknaði snemma, tók smá til og gekk frá þvotti
– PM kom og sótti mig óg skutlaði mér á Hótel Loftleiði þar sem ég tók tímann á meðan ókunnugt fólk sippaði í mínútu samfleitt í kappi við annað ókunnugt fólk.
– Pési sótti mig og við fórum í bílaþvottastöð, bakarí og vínbúðina
– Skutlaðist út á Keflavíkurflugvöll og sótti Toggster.. jibbý!!
– Ég og toggster fórum til HH og co..
– Brunaði svo í búðina og keypti í pizzu handa okkur pésa og Tedda. Hún var afbragðsgóð
– glápti á sjónvarpið með öðru auganu..
Sunnudagur:
– Svaf til rúmlega 10.. aaahhhh…
– Pési og Teddi fóru í bakaríið og keyptu svaka góðan morgunmat handa okkur
– Heklaði og horfði á formúluna.. var ánægð með úrslitin.
– Fórum í BT í Smáralind og keyptum eina snúruna í viðbót
– Hitti öll systkini mín og nema ETH hjá HH. Auðvitað var farið í Bakarí !
– Ég og Pési brunuðum heim og elduðum okkur dýrindis pasta og fengum okku hvítvínsdreitil með því
– Brunuðum aftur Vestur í bæ og sóttum Toggster.. héldum svo í háskólabíó og sáum stórgóða mynd, V for Vendetta.
– ZZZzzzz….

Svona eftirá þá sé ég að ég borðaði ansi mikið af gúmmilaði frá bakaríum borgarinnar þessa helgi. Bara gaman að því :o)