Monthly Archives: May 2006

móment

Ég upplifði mjög skemmtilegt móment í dag.
Ég var úti að labba/skokka í Elliðárdalnum. Það var mjög gott veður, frekar hlýtt, nýbúið að falla skúr og sólin eitthvað að kíkja. Ég var með iPodinn minn í eyrunum og var alveg að fíla mig í tætlur. skokka.. labba.. skokka.. osfrv.. Svo kom mómentið. Það byrjaði að hellirigna. þráðbein og grenjandi rigning. Á nánast sama andartaki byrjaði uppáhalds lagið mitt í iPodinum. Stórkostlegt móment! Þvílík og önnur eins hamingja!

En allavega. Þetta er uppáhaldslagið mitt í dag
Belle and Sebastian – Sukie in the graveyard

Veðurfréttir

Þvílíka blíðan!
Yndislegt veður búið að vera það sem af er sumarfríinu mínu. Fyndið að liggja á teppi í sólbaði í 20 stiga hita og það er ekki einusinni komið grænt gras eða lauf á trén. Vorum á Þingvöllum í gær. Bökuðum pönnsur, helltum kaffi í thermosinn og skelltum okkur í pikknikk. Það var geggjað. Vorum þar allan gærdaginn á stuttbuxum og hlýrabolum. Æði. Á laugardaginn gengum við um miðbæinn með HH og UTB í álíka blíðu. Bærinn var pakkfullur af fólki og stemningin frábær. Það var svona “útlanda stemning”. Á laugardagskvöldið grillaði pétur handa okkur lambafilé.. var svo flott grillað hjá honum að ég held ég hafi bara aldrei smakkað eins gott lambakjöt i livet. Maðurinn er snillingur segi ég. Seinna um kvöldið komu Mathilde og Helmut í heimsókn og fyrr en varði var ég búin með hvítvínsflöskuna.
Í dag hefur eitthvað leiðinda mistur lagst yfir reykjavíkina og ég sé ekki einu sinni í Akrafjallið út um eldhúsgluggann. Venjulega sést auðveldlega á Snæfellsjökul.. þetta skemmir svolítið fyrir annars fallegu veðri.
Hápunktarnir hjá mér í dagskráinni eru klipping klukkan hálf þrjú og saumaklúbbur í kvöld.

Letingi

Þetta eru nú meiri leiðindin alltaf í þessu sjónvarpi.
Það er bara allt leiðinlegt. Eru ekki allir komnir með leið á Raymond? Það er ég, fyrir löngu! Svo fer hann svo í taugarnar á mér þessi rauðhærði í CSI Miami. Svo var einhver bikarleikur í handbolta sem ég nennti ekki að horfa á.. Það er líka tómur sori á þessum sirkús.
Ég hefði auðvitað getað staðið upp og sleppt því að horfa á sjónvarpið. En ég er allt of löt til þess í kvöld. Mér er illt í bakinu. Pétur er búinn að vera á húsfundi í tvo klukkutíma að tala um garðdaginn sem er framundan. Voða tíma tekur þetta! Ég nennti ekki að fara. Eins gott að það hafi ekki verið kökur..
Æh hvað ég á bágt í letinni..

sumar og sól

Vá, það er bara kominn maí!
magnað..
Þetta verður örugglega frábær mánuður. Ég byrja í nýrri vinnu seinni part mánaðarins (segi betur frá því seinna) og hlakka mikið til. Skólinn er kominn á hold í óákveðinn tíma og ég verð því að fara á fullt að vinna fyrir mér. Það er ekkert við því að gera og ég fagna bara tilbreytingunni.

Helgin síðasta var löng og skemmtileg þar sem meðal annars þetta gerðist:
– Ég drakk kaffi á svölunum mínum við nýja kaffiborðið.
– Ég fór í grillveislu
– Mér var boðið út að borða á nýja kaffi parís.
– Ég fór í sólbað á svölunum mínum, hlustaði á iPodinn minn og las bók
– Ég stóð í rigningu/slyddu/hagléli undir regnhlíf á Ingólfstorgi og hlustaði á góða lifandi tónlist (NB sama dag og ég var í sólbaði)
– Ég dansaði og fíflaðist heima hjá mér
– Ég svaf mjög vel.
– Ég gerðist hárgreiðslukona og gaf húsbóndanum nýtt lúkk.

Framundan hjá mér er bara sumarfrí þangað til vinnan byrjar. Þetta þýðir semsagt áframhaldandi kaffibollar á svölunum í morgunsólinni. Það verður stuð hjá mér :o)