Framundan hjá mér…

Eins og glöggir einstaklingar og Hornfirðingar sérstaklega vita þá er hin eina og sanna Humarhátíð framundan. Nánar tiltekið um helgina! Við kúrbítar ætlum að sjálfsögðu ekki að láta okkur vanta og munum hefja partístandið í Sindrabæ í kvöld. Þar mun vera spænsk veisla með tapas réttum og sangriu og flamenco dansi og bara öllu tilheyrandi. það verður örugglega ekki leiðinlegt. Áður en það gerist ætla ég nú að skella mér í stafgöngu með nokkrum eldhressum kvinnum og mömmu og pabba. Á morgun verður humarhátíðin svo sett með glamúr en áður en það gerist mun ég fara ásamt öðru merkilegu fólku á opnun Þórbergsseturs í Suðursveit. Ég hlakka svaka mikið til að sjá hvernig þar hefur til tekist. Ég á von á miklum merkilegheitum þar á bæ. Svo kemur að humarhátíðinni. Við kúrbítar erum nú ekki alveg búin að ákveða hvar við verðum og hvenær, hvar við dönsum og hvar við borðum humar en það verður örugglega á morgum stöðum. Ég hlakka samt mest til þess að grilla með öllum systkynum hans Péturs og foreldrum á laugardagskvöldið. Það er langt síðan við höfum verið öll saman á sama stað á sama tíma. Fyrir löngu orðin tímabær grillveisla verð ég að segja. Á sunnudaginn verð ég örugglgega bara í rólegheitunum og nýt þess að vera í fríi. Það er langbest.

Hei já.. vissuð þið að við erum að fara á NICK CAVE!!!

4 thoughts on “Framundan hjá mér…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *