Nigellu súkkulaðibomban

 

 

þarftu: Kakan: 200gr hveiti, 1/2 tsk matarsódi, 50gr kakó, 275gr sykur, 175gr ósaltað smjör, 2 egg, 1msk vanniludropar, 80ml sýrður rjómi, 125ml sjóðandiheitt vatn, dökkir súkkulaðidropar og dökkt súkkulaði skorið í spæni. Súkkulaðisýróp: 1 teskeið kakó, 125ml vatn, 100gr sykur.

Svona gerirðu: Hitið ofninn í 170°C. Hyljið bökunarformið (21x11x7,5 cm svona svipað og jólakökuform) að innan með bökunarpappír. Hrærið saman smjör og sykur í skál svo eggjum saman við. Bætið þurrefnunum út í, hveiti, kakói og matarsóda og hrærið. Þar á eftir setijið þið sýrða rjóman út í og vanilludropana. Hrærið vel saman. Að síðustu er sjóðandi heitu vatninu hrært saman við og súkkulaðidropunum. Hellið deiginu svo í formið og bakið í miðjum ofni í svona klukkustund. Þegar um það bil 15 mínútur eru eftir af bökunartímanum er gott að byrja á sýrópinu. Hrærið saman í potti vatnið, sykurinn og kakóið og látið sjóða í um 5 mínútur eða þangað til að það er orðið að dökku súkkulaðisýrópi. Þegar bökunartíminn er liðinn takið þá klökuna út og stingið í hana á nokkrum stöðum með prjóni. Prjónninn á að koma nokkuð hreinn út, en það er samt í fínu lagi að kakan sé svolítið rök. Hellið sýrópinu svo yfir kökuna og reynið að láta hana drekka vel í sig í gegnum götin. Það er allt i lagi að eitthvað leki meðfram henni svo lengi sem hún drekki eitthvað í sig líka. Látið kökuna kólna alveg í forminu. Takið kökuna þá úr forminu og fjarlægið bökunarpappírinn. Komið forminu fyrir á diski eða platta. Skerið þá þykkt súkkulaði í spæni og stráið yfir kökuna og berið hana fram.

Að lokum: Þetta er algjörlega guðdómlega syndsamleg súkkilaðikaka. Ótrúlega góð og einföld í bakstri og rosalega mjúk. Ég sá hana í þætti hjá henni Nigellu og bara varð að smakka hana. Hún heitir þar Quadruple chockolate cake. Nigella hrærir kökuna bara saman þannig að hún setur allt draslið bara í matarvinnsluvél og hrærir. Ég myndi líka gera það ef ég ætti matarvinnsluvél því þá er þetta ennþá einfaldara. Vitaskuld borðar maður rjóma með þessari köku og drekkur helst sterkt og gott kaffi með. Kakan skilur eftir sig himneska súkkulaðivímu.. Ég á sko pottþétt eftir að baka þessa köku oft oft í framtíðinni.. Algjör uppáhalds kaka. HB

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *