Monthly Archives: February 2007

Allt og ekkert

Jæja gott fólk,
Þá er ég loksins búin að jafna mig eftir leikinn við Danina, já og Rússana ef út í það er farið, og treysti mér til þess að blogga hér án þess að missa mig í eitthvað svekkelsi og blótsyrði.
Lífið gengur bara sinn vanagang hér á bæ, eldhúsið komið í fulla notkun og það er bara ekkert nema æðislegt. Við ætlum að leggja flísar á milli skápa um helgina og ég vona að það eigi eftir að heppnast ágætlega hjá okkur þó svo að hvorugt okkar hafi áður lagt flísar. Það hlýtur að blessast. Þá verður þetta auðvitað alveg geggjað eldhús. Hlakka mjög til að sjá hvernig fallegu flísarnar sem við völdum eiga eftir að koma út. Þegar það er búið þá ætla ég svo að ganga almennilega frá eftir þessar framkvæmdir. Ganga frá öllum verkfærum og ÞRÍFA allt frá toppi til táar. Ji hvað það verður fínt hjá mér.
Var annars að koma heim frá Hrafnhildi. Hittumst þar systur í hádegismat.. mjög notalegt. Unnar Tjörvi frændi minn er svo mikil rúsína og svo yndislegur að það er nú bara ótrúlegt.