Vinnandi

Þá er ég búin að vinna í tvær vikur í nýju vinnunni minni. Það er soldið stressandi og tímafrekt að byrja í nýrri vinnu og algjörlega breyta um rútínu. Þessa síðustu daga hef ég…
…eiginlega ekkert hlustað á tónlist. Það þykir mér mjög miður. Vinnan mín bíður nefnilega ekki uppá að maður sé lokaður af með iPodinn sinn. Ég sakna þess að hlusta mikið á tónlist.
…Kynnst alveg helling af fólki sem flest allt er bara nokkuð hresst.
…Ekki gert mikið af húsverkum. Ég á svolítið erfitt með að finna tíma til þess að taka til, þvo þvott og fleira í þeim dúr. Það kemur.
…Vaknað við vekjaraklukku. það er ekki eins erfitt og ég hélt. Eiginlega bara ekkert mál.
…hugsað rosalega mikið um ýmislegt varðandi ferðamenn og hvað ferðamenn gera á íslandi.
…Farið út úr húsi snemma á morgnana, vel greidd og tilhöfð.
…Ekki talað mikið við neinn nema fólkið í vinnunni. Jú og Pétur.
…Verið ágætlega dugleg að mæta í leikfimi eftir vinnu, sem veldur því að ég er ekki komin heim fyrr en um kvöldmatarleitið, sem aftur veldur því að ég nenni ekki að taka til.
…Farið út að borða með öllum í vinnunni á veitingastaðinn Domo. Þetta var á föstudaginn. Það var fínt. Eiginlega bara nokkuð gaman. Var smá stressuð. Sem olli því að ég drakk soldið meira vín en ég geri vanalega, sem svo olli því að laugardagurinn var erfiður dagur sem ég vil sem fyrst gleyma.

Nú er sunnudagur og helgin að verða búin. Vinnuvika framundan og svo meira djamm næstu helgi. tæm flæs..

3 thoughts on “Vinnandi

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *