Vaktavinna

jæja jæja.. þá er allt þetta þrítugsafmælis stúss að baki og þetta dagsins daglega tekið við að nýju. Það er ljúft. Afmælishelgin mín var alveg frábær! Öll þið sem komuð við sögu, bara takk kærlega fyrir mig! Þið eruð æði og ég er í skýjunum :o)

Ég er nú byrjuð að vinna eftir vaktatöflu í vinnunni. Já, sumarvertíðin er skollin á og hún byrjar með stressi. Ég að sjálfsögðu byrja á bakvaktinni. Verð á bakvakt alla vikuna og fram á næsta mánudag! Sem þýðir að ég svara neyðarsímanum þegar einhver af okkar túristum er strandaglópi einhversstaðar með sprungið dekk eða án hótelrúms eða eitthvað annað álíka skemmtilegt vesen. Það er vægast sagt stressandi get ég sagt ykkur. Ég var alveg með kvíðahnút í maganum í allt gærkvöld og svaf mjög illa í alla nótt því ég var svo mikið að bíða eftir að einhver myndi hringja. Sem svo gerðist ekki. Í kvöld verð ég svo á vakt niðri á skrifstofu til klukkan tíu og á neyðarsímanum eftir það. Veit ekki alveg hvort mér finnst þetta sniðugt..

Þetta á eftir að vera forvitnilegt sumar.. ef það kemur þá einhverntíma sumar! Hvað er eiginlega málið með rokið og rigninguna?

4 thoughts on “Vaktavinna

  1. Til hamingju með daginn á mánudaginn “gamla” afmælissystir;) Já og svo þetta SUMAR er verið að gera grín eða?? Ja maður bara spyr sig…

  2. Til hamingju með daginn um daginn!
    Finnst þér ekki bara alveg þrælskemmtilegt að vera orðin þrítug?
    Bestustu kveðjur
    Dísa skvísa

  3. Elsku afmælissystir til hamingju sjálf!

    Dísa, það er algjört æði að vera þrítug, hefði bara ekki trúað því! tjah.. allavega ekki fyrir 10-20 árum síðan :o)

  4. Tjahhh ég verð nú að segja að það er alveg príðilegt veður hérna megin 😀 20 stiga hiti og alveg brakandi sól 🙂 ég er ekki frá því að ég sé kominn með smá brúnnku bara!! 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *