Monthly Archives: August 2007

Vinnublogg

Ég er í vinnunni.
Auðvitað á ég ekkert að vera að blogga á meðan ég er í vinnunni en mér leiðist að hanga hérna ein og hafa engan til að tala við. Reyndar er ég búin að vera að tala við fullt af fólki í dag, en ekki núna síðasta hálftíman og það er eiginlega of mikil þögn hérna núna.
Ég er semsagt ein á vakt í vinnunni minni og hingað til er ýmislegt búið að koma upp. Ég er búin að eyða deginum í að…
…..finna farangur ítalska sérhópsins míns, en það vildi svo skemmtilega til að allar töskurnar þeirra (hópurinn inniheldur 23 ítali) týndust í fluginu þeirra til Íslands. Nú eru þau komin á Kirkjubæjarklaustur og ennþá vantar þrjá einstaklinga farangurinn sinn. Skemmtileg byrjun á fríi.
….. leita að einhverjum fána eða einhverju fáránlegu sem einhver þýsk kona gleymdi í rútunni sem hún var í í dag þegar hún fór í Bláa Lónið. Er ekki búin að finna þennan fána, sem er greinilega mjög mikilvægur fyrir konuna, en ég komst að því að hún verður aftr í sömu rútu á morgun og því ætti hún kanski bara eftir að finna hann sjálf? vona það..
….. aðstoða mann sem var bókaður á vitlaust hótel að komast á rétt hótel þar sem hann ætlar að gista á næstu vikuna. Þessi maður er svo að fara í þessar hefðbundnu ferðir út frá Reykjavík og þurfti ég því að breyta öllum bókunum sem ég var áður búin að gera..
….. nú var síminn að hringja rétt í þessu og rúta sem á að fara í langa hálendisferð með hópinn bræddi úr sér rétt í þessu og því þarf ég að redda hálandarútu fyrir sunnudaginn.. úfff… fokk, hvernig gerir maður það á föstudgaskvöldi þegar allar rútur eru uppbókaðar??

úff.. skemmtilegar þessar vaktir.. annað hvort er maður að redda einhverjum tittlingaskít eða einhverjum svakalegu disaster málum
sæl að sinni…