Teppelsi

Jámm.. við erum veðurteppt í Reykjavík. Ætluðum að bruna af stað til Hornafjarðar í dag eftir hádegið en þá var bara ófært og lokað og óveður og allskonar. Við erum ekki enn lögð af stað. Nenntum ekki að æða í eitthvað brjálæði í myrkrinu. Í staðinn ætlum við bara að tékka á ástandinu í fyrramálið og æða í brjálæðið og myrkrið vel útsofin. Við meikum það í afmælið hennar Matthildar í tæka tíð. Kúvahhh.. við förum í ammælið.

Ég notaði tímann í veðurteppelsinu og keypti mér partýdress. Pési var svo sniðugur að fá úborgað (og gaf að sjálfsögðu konunni sinni vasapening), þannig að ég bara skellti mér í verslunarleiðangur (okkur konum finnst það nefnilega svo æðislega skemmtilegt) á meðan Pétur fór og setti nýjar bremsur, rúðuþurrkur og lét smyrja bílinn (því karlar hafa svo mikinn áhuga á bílum eins og allir vita). Svo fengum við okkur kvöldmat á Serrano í Smáralindinni. Án efa besti skyndibitinn sem í boði er á landinu. Án efa! Algjör snilld! Líka besta guacamole sem hægt er að fá. Það er sko ekkert sparað í matinn á Serrano. Frábært hráefni og bara mongó gott!!

Var þetta ekki góð auglýsing hjá mér??

Núh.. í gærkvöldi fórum við Pési svo á aðventutónleika hjá Kvennakór Reykjavíkur. Kolla mín, sem deilir titlinum “besta og sætasta stórasystir fyrr og síðar með henni Hrafnhildi minni, er í kórnum og söng eins og engill og bar af öllum hinum konunum. Hún söng meiraðsegja eiginlega einsöng og stóð sig ótrúlega vel og var bara langflottust að öllu leiti. Ég hefði bara þurft að taka með mér vasaklút ég var svo montin litla systir!

Svo vil ég óska Pésanum til hamingju með leikinn, good game.. þú rústaðir þessum poppöpp! úje..

One thought on “Teppelsi

  1. það er ekkert grín að berjast við þessa poppöppa.. þú mátt prísa þig sælann pétur minn að hafa komist lífs frá þessu ævintýri.. og hey sjáumst eftir 2 tíma 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *