Monthly Archives: January 2008

Nýi síminn prófaður! Meehega!

 

Svona erum við rosalega krúttleg. Varð bara að prófa að senda mynd úr nýja símanum. Þessi mynd er reyndar alveg hellings minnkuð en við erum sæt engu að síður og hress.

Annars gerðist eitt ógó fyndið í dag.. Ég fór á bensínstöð og tók bensín svona sirka um kl 14:00. Svo fór ég aftur í vinnuna.. Eftir vinnu fór ég svo í ræktina, fór í hjólatíma, svo rölti ég að bílnum. Það fyrsta sem ég tek eftir… bensínlokið opið. Og ekki bara ytra lokið, heldur líka skrúflokið.  Verð líka að taka það fram að þetta er alls ekki í fyrsta skiptið sem þetta kemur fyrir. Ég hef nokkrum sinnum rúntað um bæinn með bensínlokið galopið. Tjá.. 

Nýjasta tækni

Hvernig lýst ykkur svo á nýja kúrbítinn? Við erum að vísu ennþá að betrumbæta og setja inn smátt og smátt það sem okkur finnst vanta. Við erum búin að bæta inn linkum og flickrinu og síðu um okkur sem þið finnið þarna efst til hægri. Planið er svo að setja inn nýjan uppskriftavef Heiðu Bjarkar, á bara aðeins eftir að útfæra hann örlítið.. tjahh eða bara alveg. Það kemur vonandi fljótlega.

Á meðan ég man þá er ég í stökustu vandræum með að fá wordpress til að skilja að ég vilji gera svona greinaskil í færsluna mína. Hún virðist ekki skilja þessi beisik line break tögg sem ég kann. Ef einhver getur hjálpað mér með þetta vandamál þá endilega bara láta vaða í kommentakerfið (ha, görn, kolla, primero guru, aðrir forritunarnördar..). Þetta virðist vera vandamál hjá fleiri wordpress notendum, frekar öm.  

En þá að máli málanna.. nýja símanum mínum! Ég fékk mér sko glænýjan síma í dag! SonyEricson Cyber-Shot K810i. Alveg mongó flottan myndavélasíma. Eiginlega svona myndavél með síma. Voða tæknó 3G dæmi sem ég læri vonandi einhverntíma á. Það er allavega, veit ég, hægt að hringja svona myndsímtal og sjá þá hina manneskjuna á skjánum hjá sér. Það er mega. Nú á ég rosa fínan síma sem er lítil og nett myndavél og passar voða vel í veski. Mjög patent og smart. 

Til hamingju ég með allar þessar skemmtilegu tækninýjungar ! 

Uppfært: Ég og Pétur, snillingarnir sem við erum, redduðum þessu með line breikið bara sjálfs sko.. enda erum við Megas !

Ný síða!!!

Já gott fólk.

Ekki láta ykkur bregða. Hér er að fara í gang stórkostleg yfirhalning á kúrbítnum. Ég vil bara biðja fólk um að sýna stillingu og ekki truflast á geðsmunum yfir þessum stórkostlegu breytingum. Endilega kíkið sem oftast við til að fylgjast með þessari ótrúlegu umbreytingu.