Vinni-vinni

Svona er ég alveg eldhress í vinnunni.. er að hlusta á I don’t feel like dancin með Scissor sisters og er alveg að fíla það í botn! Þetta lag minnir mig svo svakalega mikið á Hrafnhildi og að vera úti að hlaupa og æfa fyrir  1okm Reykjavíkurmaraþonið í fyrra. Good times..  og líka bara að dansa við Unnar Tjörva í stofunni á Meistaravöllunum.  Unnari mínum finnst svo gaman að dansa, alveg eins og Heiðu frænku 😉

Annars er bara ekkert að frétta sko.. er að myndast við að fara í ræktina aftur.. það gengur upp og ofan. Aðallega vegna þess að ég missteig mig svo illa um áramótin á löppinni sem ég meiddi mig á þegar ég var að spila körfubolta á sýslumóti og Nesjaskóli rússtaði Vík og ég skoraði  22 stig og við unnum 32-2 .. og Grenjan fór að grenja..  eða nei.. ég meiddi mig sko í leiknum sem kom á eftir.. á móti Klausturstelpunum.. þá þurfti ég að fara útaf útaf því að ein stelpan í Klaustursliðinu steig illilega ofan á ökklann á mér… og við töpuðum.. og ég fór að grenja.. nei djók, auðvitað fór ég ekkert að grenja.. díses! Allavega ég missteig mig aftur á þessari löpp.. og svo steig einhver bévítans kall á löppina á mér í pallatíma stuttu síðar og ég missteig mig aftur. þori að veðja að hann sé frá Klaustri! Allavega, þá er löppin á mér í ansi slæmu ásigkomulagi og þolir ekki mikið álag.. ekki í bili að minnstakosti.

Ji hvað þetta var skemmtileg lesning.. allavega mjög skemmtilegt að rifja upp þessa körfuboltaleiki. ooohhh það er svo gaman í körfubolta.  Ég væri mikið til í að hitta einhverja stelpur einusinni í viku og spila körfu. Ef einhver hefur áhuga þá bara vera í sambandi! já.. ég veit ég er bjartsýn :o)

Eitt fyndið samt.. um daginn þá vorum ég og pési að horfa á sjónvarpsþátt.. og hver haldiði hafi verið í þættinum að leika eitthvað smáræðis aukahlutverk… ? nú, engin önnur en Grenjan!

Er samt alveg að átta mig á því að það er kanski ekki mjög fallegt að kalla einhverja konu útí bæ Grenjuna.. en okkur fanst hún bara svo leiðinleg í gamla daga.. og svo er nú frekar asnalegt að grenja í miðjum körfuboltaleik! Veit ekkert hvað hún heitir í alvörunni..

En jæja.. þarf að fara að huga að þessari skemmtilegu excel töflu sem ég var að opna.. ekki nema  32501 lína af borholugögnum til að greiða úr og kortleggja.. húrrra!!

Vinni-vinni, originally uploaded by kúrbítur púnktur net.

5 thoughts on “Vinni-vinni

  1. Hún var í Pressunni.. að sjálfsögðu 😉
    Lék einhverja konu sem tekið var viðtal við í svona tíu sekúndur.. Pési þekkti hana aftur ekki ég

  2. Ég hlakka svo til þegar fer að vora og við getum aftur farið að hlaupa í góða veðrinu saman. Hélt að ég myndi aldrei hlakka til að geta farið að hlaupa, svona er þetta skrítið, og lagið það er frábært..minnir mig líka alltaf á Unnar sem er svo kátur, þú ert líka skemmtileg, það var æði með þér í bíó í gær, er enn að brosa, þvílíkir folar!!!

  3. Grenjan! hahahaha. þetta var frábær pistill og ég brosti hringinn:)
    Vonandi nær ökklinn sér að fullu því þú verður að fá að hreyfa þig stelpa.
    Hafðu það gott, Svanfríðurþ

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *