Fréttabréf

Nú fara í hönd spennandi tímar. Breytingar framundan í vinnunni og allt að gerast. Það á að færa mig til Keflavíkur í 2 mánuði og eftir það á að bjóða mér starf í Keflavík við allt annað en fraktina, eða starf við flugumsjón í Hlíðarsmára. Ekki nóg með að allt sé að gerast í vinnunni, þá er ég að byrja í skóla 10. mars. Ég ákvað að skella mér í kerfisstjóranám í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum. Það nám klára ég svo 26. maí. Ótrúlega spennandi og hlakka ég mikið til. Annars er allt gott að frétta af mér og mínum. Við erum búin að vera rosa dugleg að glápa á bíómyndir, enda ekki seinna vænna til að vera með í umræðunni um óskarsverðlaunin. Við erum búin að sjá No country for old men, There will be blood, Sweeney Todd og einhverjar fleiri sem ég bara man ekki í augnablikinu. Skemmst er frá því að segja að No country er æði. Frábærir leikarar, flottur söguþráður og einn snarklikkaður geðsjúklingur. Sweeney Todd er skemmtileg. Þetta er söngleikur, þannig að það er mikið sungið, sem er skemmtilegt og soldið öðruvísi. Einnig er nóóóóóóg af blóði í henni. Svo er hún pínku sorgleg. Depp er frábær í henni og Helena Bonham er mjög góð líka. There will be blood er langdregin og þung. Daniel Day átti samt alveg skilið óskarinn fyrir leikinn. Hann skilar sínu afskaplega vel, enda frábær leikari þar á ferð. Skemmst er að minnast My left foot, in the name of the father og fleiri frábærar. Semsagt búið að vera stuð hjá okkur að glápa. Svo ég skipti nú alveg um gír, þá langar mig að skora á Heiðu, Tedda og Brynjar í keilukeppni í vikunni. Ég ætla að taka ykkur í NEFIÐ!!

5 thoughts on “Fréttabréf

  1. þabaraallurgarðurinnuppá… Til hamingju með þetta allt saman Pési minn, þú ert nottla bara snillingur.
    En ég verð samt að segja að ég er hrædd um að Heiða eigi eftir að rússssta þér í þessari keilukeppni..

  2. hahaha 🙂 það er bara spurning um að finna rétt punktinn og þá er fellurnar komnar 😉 spurning um að ég verði eitthvað slappur í þessu eins og körfunni .. en keilan á nú ekki að taka mikið á fyrir lungun!

    Þannig að ég er game, Bring it on!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *