Monthly Archives: April 2008

Mannvit og blóm

Stór og skemmtilegur dagur í dag!

Vinnan mín er orðin að Verkfræðistofunni Mannviti ! Frábær stemmning búin að vera í vinnunni í dag. Mjög flott hátíðarkaffi í morgun og svo var Mannvits-dóti dreift á starfsmenn. Fékk bol og penna og skvísu og allskonar nýtt og fínt dót. Við skáluðum í rauðvínsdreitli í hádeginu og svo fékk ég algjörlega óvænta sendingu til mín í vinnuna. Þennan líka æðislega blómvönd! Það var ótrúlega óvænt.. og hafði ekkert að gera með vinnuna 🙂 Í kvöld er svo eitthvað svaka Mannvits-geim og þar verður örugglega tjúttað.

Dagurinn hefur samt líka sína slæmu hliðar því ég er með dúndrandi hausverk og fór snemma heim úr vinnunni til að reyna að jafna mig fyrir kvöldið. Það vonandi tekst.

En vitið þið hvað? ég á blóóóóm!! 🙂

Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.

Frændur



Frændur, originally uploaded by kúrbítur púnktur net.

Við höfum það huggulegt. Pétur er úti á svölum að grilla pulsur. Þær fyrstu sem grillast þetta ‘sumarið’. Namm… ég gæti sko alveg lifað á girlluðum pulsum.
Heimir Rafn litli frændi var í pössun hjá okkur síðustu nótt. það var stuð. Tjah eða frekar rólegheit, enda er drengurinn með eindæmum rólegur og auðveldur í pössun. Hér er mynd af þeim frændum.. sætir

Vúhú!

Ég og Glói vorum afskaplega dugleg í gær og skelltum okkur út að skokka. Ég er ekki búin að skokka neitt síðan ég missteig mig í áramótaskokkinu í Nesjunum síðasta gamlársdag. En núna horfir allt til betri vegar. Ég keypti mér sko nýja skokkskó sem eiga að vera alveg akkúrat skórnir fyrir minn lausa ökkla og mitt skrítna táberg. Svo eru þeir alveg mega gebba flottir.

Glói stóð sig einstaklega vel í sínu fyrsta skokki. Það er sko meira en að segja það að ætlast til þess af forvitnum hundi á gelgjuskeiðinu að hlaupa stilltur og prúður við lausan taum við hliðina á eiganda sínum. Sérstaklega á nýjum stað með fullt af nýjum lyktum, lausum hundum og helling af krökkum að leika. Einstaklega mikill snillingur hann Glói minn og skemmtilegur meðskokkari. Auðvitað var alveg skelfilegt veður, brjálað rok og él.. en við létum það sko ekkert á okkur fá, enda erum við náttúrulega Megas.

Vúhú!, originally uploaded by kúrbítur púnktur net.