Kókosbolluterta

Þetta þarftu: Botnar: 4 egg, 125gr sykur, 1 tsk lyftiduft, 2 msk hveiti, 100g suðusúkkulaði. Fylling: 21/2 dl rjómi, 4 kókosbollur. Ofaná: 100gr suðusúkkulaði, 1 msk matarolía, 2 dl þeyttur rjómi.

Svona gerirðu: Botn: Þeytið egg og sykur saman, brytjið súkkulaði og blandið því í ásamt hveiti og lyftidufti. Smyrjið tvö tertuform mjög mjög mjög vel helið deiginu í. Bakist í 20mín við 200°C. Látið botnana kólna vel áður en þið takið þá úr, það getur verið soldið erfitt. Fylling: Skerið kókosbollur í þrennt og raðið á annan botninn. Þeytið rjómann og smyrjið ofaná kókosbollurnar. Setjið svo hinn helminginn yfir. Ofaná: Bræðið saman súkkulaði og olíu og smyrjið ofan á tertuna. Látið þetta harðna og notið svo rjómasprautuna ykkar til að skreyta hliðarnar með rjóma.

Að lokum: Þetta er alveg svakaleg bomba. Ég bakaði hana fyrst þegar ég þurfti að baka tertu fyrir skírnina hennar Sunnu Kristínar, litlu frænku minnar, og hún sló sko í gegn! Það var í fyrsta skipti sem ég bakaði tertu og ég keypti mér meira að segja rjómasprautu til að fullkomna þetta. Það er best að láta tertuna standa aðeins í ísskápnum áður en hún er borðuð. Þá er hún algjör æði.. HB

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *