Mílanó kjúklingur

Þetta þarftu: 600-700 gr kjúklingur, nýmalaður pipar, salt, 2 brauðsneiðar, 1 sítróna, 4 msk nýrifinn parmesanostur, 1 tsk þurrkað óreganó, 1 egg, ólífuolía, 50 gr smjör, 4-5 velþroskaðir tómatar skornir í bita.

Svona gerirðu: Leggðu bringurnar á bretti og legðu lófann á og skerðu hana í tvennt á þykktina. Leggðu yfir þær plast og berðu þær svolítið tildæmis með pönnu eða kökukefli aðeins til að þynna þær. Kryddaðu bringurnar með salti og pipar. Settu brauðið í matvinnsluvél ásamt rifnum berkinum af sitrónunni, parmesanostinum og óreganóinu og láttu ganga þar til komin er fín mylnsna. Sláðu eggið og velltu bringunum fyrst upp úr egginu svo uppúr mylsnunni. Hitaðu olíuna á stórri pönnu og steiktu bringurnar við meðalhita í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Taktu þær svo af pönnunni og haltu þeim heitum. Bættu smjörinu á pönnuna og síðan tómötunum og safanum úr sítrónunni og láttu krauma rösklega í 4-5 mínútur. Saltaðu og pipraðu eftir smekk. Skelltu svo bringunum í fat og heltu tómatgumsinu yfir.

Að lokum: Í uppskriftinni (sem er að finna í hinni stórskemmtilegu bókMaturinn hennar Nönnu eftir Nönnu Rögnvalds) er talað um að hafa kapers með í sósunni, 1 tsk. En ég hef alltaf sleppt því.. nenni ekki að eiga einhvern afgang af kapers sem ég nota aldrei. Með þessu hef ég svo haft kartöflumús bragðbætta með slatta af parmesan osti og sítrónusafa og salti og pipar.. og auðvitað smá smjöri. Næst er ég samt að hugsa um að gera svolítið meira af tómatgumsinu og sjóða spaghetti með.. og jafnvel setja smá ólífur (ragnar grímsson) í gumsið. Þetta er ótrúlega bragðgóður réttur, alveg mega mongó..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *