All posts by Heiða Björk

Pollo alla Romana

Eldaði svo dæmalaust dásamlegt í kvöld! Varð bara að skella því hingað inn á meðan ég man! Eldið þetta, þetta er mjöööög ljúffengt!

Þetta þarftu: 1 stór kjúklingur, hlutaður niður í 8 hluta, ólífuolía, 100 gr sveppir, helst litlir, 1 lítill laukur skorinn í sneiðar, 2 hvítlauksgeirar, saxaðir, 1/2 græn paprika, 1/2 rauð paprika, 1/2 græn paprika, tjoppaðar í bita, 1 dós tómatar, saxaðir, 300 ml kjúklingasoð, 200 ml hvítvín, pipar og salt, ferskar kryddjurtir, td rósmarín eða/og basilíka, 2-3 msk söxuð steinselja.

Kjúklingurninn kominn í 8 glæsilega bita!

Svona geririðu: Ofninn er hitaður í 180°C, Kjúklingabitarnir eru brúnaðir á pönnu í olíunni. Sveppum, lauk og hvítlauk bætt útí og látið krauma við frekar vægan hita í nokkrar mínútur. Papriku og tómötum skellt útí (safanum af tómötunum með), líka víninu og soðinu og saltað og piprað. Hitað að suðu og skellt í eldfast mót. Kryddjurtunum skellt útí og inní ofn í 15-20 mínútur. Fínt er að skera aðeins í þykkustu bitana til að athuga hvort kjúklingurinn er tilbúinn.

Að lokum: Þetta er svo borið fram með tagliatelle eða öðru pasta og auðvitað rífur maður parmesan ost yfir og dreypir á hvítvíni með. Okkur fannst þetta öllum gott, krökkunum líka. Ég setti bara heilar rósmarín greinar útí þetta og veiddi þær svo uppúr áður en ég bar þetta fram. Hefði líka verið gott að vera með nýbakað brauð með, en það er alls ekkert nauðsynlegt. Það var reyndar frekar ógó að hluta niður kjúllann og ég hafði aldrei prófað að gera það áður. Ekkert erfitt (notaði þetta mér til innblásturs) en kjúklingar eru bara frekar ógó.. og það eru innyfli og allt inní honum.. ojj.. en mæli samt alveg með því að maður láti vaða í það í staðinn fyrir að kaupa bringur eða einhverja bita. en já þetta er frekar gott..

Potturinn kominn út úr ofninum, Looking good!
og á diskinn minn. Nammmmmm….

MYNDIR!

Jæja, í dag er han Hrafn Tjörvi minn búinn að vera heima og ég líka til að halda honum selskap. Hann er með svo mikinn hósta og nokkrar kommur þannig að við ákváðum að það væri kanski bara best að taka því rólega í dag og sleppa leikskólanum..

Núhh.. Ég ákvað að því tilefni að vera dugleg að hrúga inn myndum á myndasíðuna og viti menn, nú eru komnar inn myndir frá því í apríl, maí, júní, júlí og ágúst!! Geri aðrir betur! Myndirnar eru að sjálfsögðu læstar og aðeins fyrir trygga lesendur kúrbítsins að skoða og ef þið viljið sjá þá er um að gera  að senda mér línu og fá aðgangsorðið 🙂

Svo megið þið líka endilega skilja eftir skilaboð og segja okkur hvað myndirnar eru frábærar 🙂

Eplakaka

Bakaði þessa eplaköku í dag. Þetta er auðvelda eplakakan hennar Kollu. Og þar sem við áttum einmitt þrjú epli sem voru við það að skemmast þá ákvað ég að skella í þessa og heppnaðist hún svona líka vel! Akkúrat það sem þurfti til að ná mér aðeins upp eftir vonbrigðin yfir því að Íslendingar létu tækifærið sér úr greipum ganga að kjósa sér nýjan forseta.. þeir kusu sér gamlan og súran.. þá er gott að fá sér sæta eplaköku.

Ilmandi eplakaka…..

Þetta þarftu: 300 gr hveiti, 300 gr sykur, 300 gr smjör, 3 egg, 3 epli, 1 1/2 tsk lyftiduft

Svona gerirðu: Hrærðu saman egg og sykur. smjörið er brætt og bætt útí, svo hveitið og lyftiduftið. Skellið deiginu í smjörað form. Skerið epli í litla báta og skrællið og raðið ofan á deigið. Þvínæst stráið þið kanil yfir. Svo inn í ofn í svona þrjú korter.

Að lokum: Þetta er auðvelda kakan því það er svo auðvelt að muna hvað er í henni. þrennt af öllu! og maður á líka eiginlega alltaf í hana. Það er algjört overkill að setja kanilsykur yfir hana því það er feikinóg af sykri í henni. Alveg nóg að sáldra bara kanildufti. Svo auðvitað borðar maður rjóma með.. mér finnst líka overkill að borða ís með henni því hún er sæt og verður of sæt með ís.. Frábær sunnudagskaka!