Category Archives: kjúklingur

Kollu kjúklingur

Gestakokkurinn er Kolla

Kolla sæta kát og glöð í Nesjunum

Þetta þarftu: 1 kjúklingur, ferskar kryddjurtir t.d. basillikum og steinselju og rósmarin, 1 sítróna, ólífuolía, salt og pipar.

Svona gerirðu: Ok.. svona gerir maður.. Byrjar á því að losa skinnið frá bringunum, það hangir reyndar við bringubeinið en það er allt í lagi, það koma bara þá svona skinnvasar á bringuna á kjúllanum. Svo saxar maður basil og steinselju, lætur smá ólifuolíu leka ofan í bringuvasana og smá salt og svo bara treður maður kryddjurtunum ofaní og makar og nuddar þetta út um allt. það fer smá krydd útfyrir en það er allt í fína. Svo sker maður sítrónuna í tvennt og treður henni inn í kviðarholið á kúllanum. Ég reyndar set bara alltaf hálfa  sítrónu, hef bara ekki komið heilli sítrónu inní, það er svo lítið pláss.. og svo setur maður eina eða tvær rósmaríngreinar inní líka svo sítrónunni leiðist ekki. Núhh.. þá er komið að þvi að ‘sauma’ fyrir gatið, ég reyndar geri það ekki, ég bara tylli, ja, eða flæki löppunum saman við lausa skinnið sem er yfirlett framaná.. æ þú veist.. þá lokast allveg fyrir gatið.. Að öllu þessu loknu er bara að nudda, pensla eða maka kjúllan í ólífuolíu og krydda hann allan með salti og svörtum pipar.. svo sker maður svona í lærin svo þau verði jafn vel elduð og bringan.. og ég maka nú smá kryddjurtum þar líka, það er voða gott.. Svo setur maður kjúllann inn í ofn, maður á að hita plötuna, skúffuna eða formið fyrst, svo setur maður kjúllann inn, fyrst vinstri bringuna niður og steikir í 5 mín, svo hægri bringuna og steikir í 5 mín, nú eða hægri fyrst og vinstri svo, ekki alveg aðalmálið..  og svo leggur maður kjúllann á bakið og steikir hann í klukkutíma.. og þá er hann reddí. Best er að kjúllinn sé svo mikið eldaður að hann hreinlega leki af beinunum.. slurp.

Að lokum: Það er ógó gott að hafa kartöflubáta í ofni með þessu, ég set bara kjúllan á ofnplötu, mínar plötur eru þannig að þær eru smá svona djúpar þannig að fitan lekur ekki út um allt.. og svo set ég kartöflurnar bara í ofnskúffuna og inn í ofn og græja þetta allt í einu.. ekkert mál ef maður er með blástur.. og náttúrulega salat og fetaost og svona.. rauðvín er alltaf gott með öllu, ef það passar ekki, nú þá passar örugglega bara að hafa hvítvín… :)
Palli segir að þetta sé besti kjúlli í heimi!!! ekkert flóknara en það .. verði ykkur að góðu krúttin mín.

kv. Kolla

Þórukjúklingur

Gestakokkurinn er Unnur

Unnur, elskuleg vinkona Kúrbítsins, var svo góð að senda okkur þessa frábæru uppskrift og er því viðbót í kúrbítsins flokk frábærra Gestakokka.

Eldhressar í Þórsmörk haustið 1998

Þetta þarftu: Kjúklingabringur hmm segjum svona 4 – 5, rétt tæplega flaska af Hunts BBQ sósu, einn peli rjómi – matreiðslurjómi ótrúlega friendly kostur, dass af pipar, dass af salti, rúmlega dass af karrý.

Svona gerum við: Skerið bringurnar í ræmur, bita, þríhyrninga eða hvað sem ykkur finnst best og setjið í eldfast mót. Hitið saman BBQ, rjómann og kryddið – hellið yfir og hitið í ca 45 mín við 180°.

Að lokum: Hæ elskurnar ….. ég bara varð að henda inn uppskrift af “Þórukjúklingi”. Þóra er sem sagt kona sem bjó við hliðina á okkur í Ystabænum en dó langt fyrir aldur fram og kenndi mér þennan rétt sem er soldið spari – enda soldið af kaloríum ……. Gott með: Salat og hrísgrjón og að sjálfsögðu gott sætt hvítvín. Njótið vel og förum nú að finna okkur helgi í útilegu, fjallgöngu eða bara hitting með góðum mat og góðum veigum ….. Unns punns gestakokkur