All posts by Heiða Björk

Góðan dag!

Var komin á fætur fyrir allar aldir í morgunn eða klukkan hálf átta! það er þokkalega vel af sér vikið. Sérstaklega þegar maður spáir í það að ég þurfti ekki að mæta og stimpla mig inn neinstaðar. Get samt eiginlega ekki montað mig með góðri samvisku án þess að láta fylgja að Pétur var farinn á fætur klukkan rétt rúmlega fimm í morgunn. þannig að hann vinnur..

Ég er að fara að læra. Þarf að lesa fjórar greinar fyrir morgundaginn og helst að lesa líka greinarnar fjórar sem ég sleppti að lesa síðasta mánudag (því þá var ég að vinna). Svo þarf ég að fara að huga að ritgerð og klára eitt leiðinlegt verkefni. Þannig að það er nóg að gera hjá mér. Það var snjór úti þegar ég vaknaði í morgunn. fyrsti snjór vetrarins. það væri gaman ef við þyrftum ekki að fara að kaupa snjódekk á bílinn. það er alltaf eitthvað sem maður þarf að kaupa.. hafið það gott í dag :o)

Hæ,

ég er heima að læra.. eða á að vera að læra.. er í pásu. Var að fá mér tebolla og lesa fréttablaðið. Ekkert svosem nýtt að frétta. Einhverjar sprengingar í írak. Kennaraverkfallið er ekkert að leysast. Framsóknarmenn eru á móti því að lækka matarskatt, bavíanar. Eiður Smári er svekktur út af leiknum, segir að það leysi ekki neitt að skipta um þjálfara núna, það myndi bara gera illt verra. Ég er sammála. Popppunktsspilið er að koma í verslanir bráðum, það hljómar skemmtilegt. Einhver kona á yfir 200 pör af skóm, hún hlýtur líka að eiga stóra íbúð til að geyma þá í. Þetta er allt í fréttablaðinu í dag.. Það sem stendur uppúr eru bakþankar Jóns Gnarr. Ég vona að ég fatti það sem hann fattaði áður en það verður of seint.. ég er svo sein að fatta stundum.

hæ,

var að koma heim úr vinnunni.. já, ég verð að vinna á fullu í október í gömlu vinnunni minni. lýst ágætlega á það en er samt hrædd um að mér eigi eftir að illa að skipuleggja skólann og vinnuna saman.. hvenær á ég að hafa tíma til að gera ekkert? Ég er nefnilega búin að komast að því að það er svo gaman að gera ekkert og ég þarf mikinn tíma í ekkert.. ekkert er svo skemmtilegt 🙂

Annars lentum við í leiðinlegu/skemmtilegu í gær.. ég var heima, varð svo allt í einu vör við þessa líka brunafýlu.. haldiði að það hafi ekki bara næstum kviknað í tölvuskjánum okkar! ég, snör í snúningum eins og ég er, slökkti á tölvunni í snarhasti og reif skjáinn úr sambandi og opnaði út á svalir.. held barasta að ég hafi komið í veg fyir stór-bruna,. eins gott að ég var heima, ha!?!? þetta þýddi auðvitað bara eitt að við þurftum að kaupa nýjan skjá.. djö! ekki getur maður verið skjálaus lengi.. ég held ég gæti frekar verið án þvottavélar eða sjónvarps en tölvuskjás.. ekkert smá flottur nýi skjárinn!



hvað er að frétta? ekkert sérstakt svossem.. var að linka á nýju síðuna hans ella bróður.. hann er kominn með nýja.. svo er toggi bróðir líka kominn með nýja.. þið getið skoðað þetta allt á hlekkjasíðunni.. svo er líka bjarni jóns kominn með nýja.. og gunnsi að búa til nýja.. allir með nýja.. ekki við.. kúrbíturinn stenst tímans tönn. púnktur

helgin var fín.. ég þreif pleisið og við hittum möttu og hjálmar og tómas orra sem voru nýkomin úr ferðalagi á laugardaginn, drukkum koníak og grand. buðum hrafnhildi, bjössa og sunnu kristínu í vöfflur í gær.. keyptum nýjar gardínur í svefnherbergið og hengdum þær upp, bökuðum pizzu sem fer alveg í topp fimm hingað til. í morgunn fór ég að láta laga rispur sem voru á nýja bílnum þegar við fengum hann. fer að sækja hann aftur á eftir þegar kolla kemur að sækja mig..

ég er í pásu..

er búin að vera í allan dag að setja saman fyrirlestur sem ég á að halda á morgunn. einstaklega hressandi. fyrirlesturinn fjallar um sérlega skemmtilegt líkan sem er notað til að spá fyrir um veðurfar komandi árþúsunda. samkvæmt því þá verður blíða næstu 50 þúsund ár.. þá tekur að kólna smám saman þangað til það verður orðið aðlveg ógeðslega kalt eftir sirkabát 100 þúsund ár.. en þá verður komið hámark næsta jökulskeiðs þessarar yndislegu ísaldar sem við lifum á. Þannig að.. ekki henda gömlu ullarsokkunum og síðbrókinni alveg strax 😉

svei mér þá.. þegar maður á að vera að læra er auðvelt að finna sér eitthvað áhugaverðara til dundurs. nú er ég búin að bæta við þremur myndaalbúmum á myndasíðuna!! jibbý!! til dæmis myndum af honum shahid litla frænda okkar og allskonar fleira. þetta eru þrjú efstu albúmim.. ekki hika við að skoða !!

jæja… nú þarf ég örugglega eitthvað að fara að taka til eða eitthvað.. allt annað en að læra 😉