merkileg tíðindi hafa átt sér stað. Clinton fékk sér pulsu á Bæjarins bestu í dag…. þetta er sögulegt.
ef þíð trúið ekki kúrbítnum.. tékkið þá á mogganum..
All posts by Heiða Björk
Kartöflubátar
Þetta þarftu: 800gr kartöflur – stórar, 4 msk ólífuolía, 3 hvítlauksgeirar saxaðir smátt, 1-2 msk saxaðar ferskar kryddjurtir – t.d. rósmarín, timjan og basilíka, 1 msk sítrónusafi, 1 msk dijon sinnep, nýmalaður pipar og salt
Svona geririðu: Ofninn er hitaður í 200°C. Kartöflurnar burstaðar, þerraðar og skornar í báta eftir endilöngu. Þeim er svo vellt uppúr olíunni og svo raðað á álpappírsklædda bökunarplötu en olían geymd. Kartöflurnar settar í ofninn og bakaðar í um hálftíma. Snúið tvisvar eða þrisvar svo þær festist ekki við. Kartöflurnar eru þá teknar út og grillið í ofninum hitað. Hvítlauk, kryddjurtum, sítrónusafa, sinnepi, salti og pipar blandað saman við afganginn af olíunni og kartöflunum svo hrært saman við. Sett aftur á plötuna og inn í ofn undir grillið þangað til þær eru orðnar gullbrúnar. Snúið tvisvar.
Að lokum: Við smökkuðum þessar kartöflur fyrst í ótrúlega góðu fondue partýi hjá Sædísi. Myndin af henni og Védísi Helgu er reyndar tekin í Grease partýinu fræga sem var alveg frábært partý, löggan kom og allt! Það er samt önnur saga..
Við höfum þetta oftast með einhverjum góðum grillmat og ég held ég hafi nú alltaf notað aðeins meira en 4 msk af ólífuolíu og líka aðeins meira af krydjurtum en 1-2 msk enda fáránlegt að mæla ferskar kryddjurtir í matskeiðum. Þetta eru svona ofnbakaðar kartöflur sem maður nennir kanski ekki alltaf að gera, þetta er meira svona spari.. allavega hjá okkur.

nú væri gaman að vera að fara á völlinn á Ísland – Ítalía.. æh, ég verð víst að sætta mig við að sjá herlegheitin í sjónvarpinu..
En hei! þokkalegur handboltaleikur í morgunn!! Nú rúllum við þessu upp sem eftir er.. :o)
Áfram Ísland!
Græju- og helgarfréttir
Jæja.. þá er nú mikið búið að gerast í græjumálunum á heimilinu. Eins og glöggir lesendur kúrbítsins hafa tekið eftir þá erum við hjúin búin að skipta út gömlu góðu Lagúnunni og erum komin á þennan svaka fína Hyundai Getz, glansandi svartan og sætan. Einnig er komin í hús myndavélin sem við keyptum okkur og flaug til okkar frá Ebay-landi. Hún er hreint út sagt alveg ótrúlega flott og þið megið búast við að það fari að bætast allsvakalega við myndaalbúmin hér á kúrbítnum.. fjúhh! maður lifandi hún er svo flott!! Það nýjasta í þessum græjumálum okkar er að við erum búin að kaupa okkur uppfærslu í tölvuna okkar.. Pétur veit nú aðeins betur um það mál og á örugglega eftir að monnta sig eitthvað hér síðar.
Af helginni er það að segja að við skruppum í brúðkaup í Vestur sýsluna (Skaftafells) á laugardaginn. Þar gengu í hjónaband þau Kalli frændi og Stella núna konan hans. Þau giftu sig í pínkulitlu og eldgömlu bænahúsi á Núpstað við Lómagnúp. Svo héldu þau flotta veislu í Efri-Vík sem er rétt hjá Klaustri. Þetta var rosalega huggulegt og skemmtilegt brúðkaup. Eftir brúðkaupið keyrðum við í bæinn og eyddum svo sunnudeginum í miklum rólegheitum og rómatík. Ég kom svo hingað til Hornafjarðar aftur í gær.
Næstu daga verð ég á fullu að klára gjóskulagaverkefnið hérna á háskólasetrinu í Nýheimum, þar sem lífið snýst að miklu leiti um jarðvegssnið og gjóskulög.. mold og aftur mold
ta taaaa!!!
við erum sko komin á glænýjan Hyundai Getz! ekkert smá fínn bíll!!!!
jibbý!!!!!
æh, hvað mig langar mikið á Ísland – Ítalía 18. ág.
vill einhver koma með?
Í dag á afmæli hún Chloe mágkona mín, hún er tvítug! Hún er ásamt Togga bró í Belgíu og eru þau öruggega að gera eitthvað svakalega skemmtilegt akkúrat núna 🙂
happy birthday Chloe!!!
Út í aðra sálma.. ég og Elías vorum að koma heim úr árangursríkri ferð á Mýrarnar, þar sem við grófum tvö glæsileg jarðvegsnið í glampandi sól og hita. Pabbi er að grilla borgara og á eftir fer ég að passa Tómas Orra krúsídúllu.. það verður æði 🙂
Græjufréttir
Ég var að kaupa mér svaka flottan usb lykil.. nú líður mér betur. Þetta eru nefnilega ekki beint traustvekjandi tölvur hér…
Bíllinn okkar góði er núna í Vélsmiðjunni að láta endurskoða sig.. svo verður hann þrifinn hátt og lágt og svo ekki söguna meir.. hann verður seldur greyið.. Í staðinn fáum við að láni gegn borgun glænýjan Hyundai Getz. Það er ekkert smá flottur bíll.. meiraðsegja með pæjuspegli bílsjóramegin!! þá get ég þokkalega varalitað mig á rauðu ljósi.. bíll sniðinn fyrir mig 🙂
Meira af græjum.. myndavélin okkar er ennþá á leiðinni til okkar frá ebay-landi.. get ekki beðið eftir að prófa hana, hún er ekkert smá flott!
Fleira er ekki í græjufréttum að sinni.. (enda nóg komið)
Langaði bara að sýna ykkur hvað ég og pési erum æðislega sæt..
tékkiði á okkur 🙂
(p.s. vonandi virkar þetta hjá mér.. ef ekki þá verðið þið bara að trúa mér.. við erum svaka sæt 🙂
Til hamingju með 10 ára afmælið elsku Eiður Tjörvi!! Húrra, húrra, húrra, húúrrrraaa!!!
Ég hef verið mikið á faraldsfæti síðustu daga. Á fimmtudaginn keyrði ég til Reykjavíkur með bílinn í viðgerð. Það var sérdeilis skemmtileg ferð. Bíllinn fór í viðgerð á föstudagsmorgunn og þegar hann var loksins búinn þá keyrði ég aftur til baka. vúbbí.. svaka stuð. Á Laugardaginn hins vegar þá fórum við á systkinamót í Freysnesi. Þar voru samankomin systkini mömmu hans Péturs og fjölskyldur þeirra og var mikið stuð. Á miðnætti á laugardag var ekið á Jökulsárlón þar sem við sáum alveg hreint magnaða flugeldasýningu sem ekki er hægt að lýsa með orðum. you had to be there. Við vöknuðum svo í grenjandi rigningu og roki á sunnudaginn, en sem betur fer vorum við í góðu tjaldi. Þegar við fórum á fætur voru allir búnir að pakka saman og á leiðinni heim.. þannig að við fórum líka. Síðan þá höfum við legið í leti hér á Hraunhóli 8, lesið, heklað, glápt og annað þvíumlíkt höfum við haft fyrir stafni. Nú stendur hinsvegar mikið til og eru mamma og pabbi búin að vera í allan dag að undirbúa þvílíka veislu sem til stendur í kvöld. Þvílíkar kræsingar og guðaveigar..