Glóa finnst fínt að gefa soldinn skít í vík 😉
Category Archives: almennt
Protected: Ferðahugur
Protected: Námsmaðurinn
Jahá
Datt inná þessa snilld…varð bara að deila þessu með ykkur.
Frændur
Við höfum það huggulegt. Pétur er úti á svölum að grilla pulsur. Þær fyrstu sem grillast þetta ‘sumarið’. Namm… ég gæti sko alveg lifað á girlluðum pulsum.
Heimir Rafn litli frændi var í pössun hjá okkur síðustu nótt. það var stuð. Tjah eða frekar rólegheit, enda er drengurinn með eindæmum rólegur og auðveldur í pössun. Hér er mynd af þeim frændum.. sætir
myndir..
..úr fermingunni hans Eiðs Tjörva eru komnar í myndaalbúmið.
Skohh hvað ég er dugleg!
í dag er þetta svona..
Ég er að stíga uppúr gubbunni. Gubbupest. Þeirri sömu og er búin að hrjá stórfjölskylduna síðustu daga og vikur. Nú var komið að mér og ég er búin að standa mína pligt (plikt?) takk fyrir mig.
Ég er mun minna pirruð en ég var í síðustu færslu.. enda er ég nýbúin að fá drekka dýrindis kaffibolla og fá mér súkkulaðibita meððí. Eftir slíka meðferð er ég nú yfirleitt í mínu fínasta skapi. Ég er farin að hlakka mikið til sumarsins og við erum aðeins byrjuð að plana fríið. Planið er að byrja á að slaka á í sumarbústað í vor fara svo seinna í sumar á rúntinn um Vestfirðina sem ég hef aldrei augum litið. Kanski í haust skreppum við svo út fyrir landssteinana og heimsækjum einhverja skemmtilega borg þar sem hægt er að fá gott hvítvín. Aldrei að vita. Svo eru auðvitað einhver ættarmót og hittingar sem maður þarf að sýna sig á og sjá aðra.. verður örugglega nóg að gerast og ekki nógu margar helgar og frídagar til að gera allt sem mann langar að gera. Þannig er það alltaf..
Pésinn er að læra, ótrúlega duglegur. Glói borðaði allan matinn sinn, ótrúlega duglegur. Ég er líka ótrúlega dugleg.. ég er að blogga :o)
Á meðan ég man…
… ég setti inn myndir frá þrítugsafmælinu hennar Möttu og Fermingunni hans Gísla..
Ef ykkur vantar password, þá endilega bara senda okkur póst
Minningargrein
Ég man þegar ég fór og sótti þig. Ég skoðaði þig vel og vandlega og stóð í þeirri trú að enginn stæði þér framar. Ég hefði ekki getað haft meira rangt fyrir mér. Ekki leið á löngu þar til ég þurfti að fara moka peningum í þig. Það var nú ekkert varið í þig. Stundum þurfti ég að berja þig til að þú hrykkir í gang. Ófáar stundirnar sat ég og horfði á þig og viskuna sem vall úr þér, drakk ég í mig. Stundum nennti ég ekki að horfa á þig en einhvernveginn gat ekki slitið mig frá og sofnaði stundum beint fyrir framan þig.
Þú varst hjá okkur í 4 ár, en ert kominn niðrí geymslu núna. Ætli þú endir svo ekki á haugunum. Svo fáum við okkur nýtt sjónvarp fljótlega.
Hárið
Fór í klippingu í dag.. Er megapæja. Soldið fátækari en í gær samt.


