Category Archives: almennt

Heima er best

Nú sitjum við tvö alein í sófanum ég og Glói. Já hann má stundum kúra hjá mér í sófanum.. bara stundum. Hann er bara svo hlýr og ómótstæðilegur, hvað get ég sagt? Pétur er ekki heima, hann er í skólanum. Fyrsti dagurinn í dag. Verður spennandi að heyra hvernig honum lýst á.

* * *

Búið að vera mjög mikið að gera í vinnunni minni undanfarna daga. Mikið búið að ganga á í verkefninu sem ég er að vinna að. Verið að klára skýrslu og undirbúa frekari samninga og sækja um rannsóknarleyfi og endalaust bara. Verkkaupinn í heimsókn og samstarfsmenn og endalausir fundir. Mjög mikið stuð og mikið stress. Einhvernveginn æxlaðist það þannig að allt á að klárast fyrir páska.. þá er bara að gefa í. Það fylgja þessu auðvitað allskonar bónusar. Í dag borðaði ég tildæmis frábæran hádegismat á hlaðborðinu á Vox og borgaði ekki krónu fyrir.. Alltaf gaman að svoleiðis.

* * *

Á föstudaginn síðasta fórum við skötuhjúin í leikhús. Sáum Kommúnuna sem Vesturport setur upp á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Einn af mínum uppáhalds leikurum er í sýningunni, Gael García Bernal. Hann er ó svo frábær. Reyndar voru allir leikararnir í sýningunni frábærir. Ólafur Darri og Nína Dögg þá sérstaklega fannst mér. Æ það er bara alltaf svo æðislegt í leikhúsi. Það er svo spennandi og lifandi og rómó. Algjört æði. Við erum strax farin að svipast um eftir næstu sýningu til að fara á enda er markmiðið að fara sem oftast í leikhús á þessu ári.

* * *

Svo eru páskarnir bara að nálgast! og FERMINGARNAR! Þetta árið ætla að fermast mínir frábæru systrasynir, Eiður og Gísli, og líka minn frábæri mágur, Heimir Konráð. Þannig að það er nóg að gera í veisluhöldunum í okkar fjölskyldu á næstunni. Party on! Annars væri ég alveg til í að kíkja heim í góða loftið um páskana..

* * *

Glói er lagstur niður á gólf. Manni (hundi) verður svo svakalega heitt á að kúra svona í sófum..

Dagsdaglega..

Lífið snýst að mestu leyti um vinnuna þessa dagana hjá mér. Brjálað að gera þessa dagana og mikið að gerast í verkefninu sem ég er að vinna að. Er búin að vinna rúma þrjátíu tíma það sem af er vinnuvikunni. Sem mér finnst mikið.

* * *

Jahérna, ég er ótrúlega svöng. Hlakka til að fá heimsenda kjúklingapítu eftir smá stund.

Við nenntum ekki að elda. Það gerist ekki oft. Við eldum yfirleitt alltaf, á hverju kvöldi, kvöldmat handa okkur tveimur. Mörgum finnst það skrítið að við skulum nenna því, elda mat “bara” handa okkur tveimur. Mér finnst það ekkert skrítið. Mér finnst skrítnara að nenna ekki að elda og borða almennilegan mat. Kvölmatartíminn er eiginlega minn uppáhalds tími dagsins. Kanski vegna þess að ég borða alltaf með svo skemmtilegu fólki og svo góðan mat! held það bara :o)

* * *

Ef einhver er að velta fyrir sér hvort eitthvað hafi orðið úr keilumótinu sem rætt var í kommentum við einhverja færsluna hérna að neðan þá koma hér fréttir frá því: Haldið var wii-keilumót. Keppendur voru Heiða, Pétur og Teddi. Spilaðir voru þrír leikir. Ótvíræður sigurvegari mótisins var engin önnur en.. Ég sjálf! … sem var eins gott eftir allar yfirlýsingarnar hehe.

Fréttabréf

Nú fara í hönd spennandi tímar. Breytingar framundan í vinnunni og allt að gerast. Það á að færa mig til Keflavíkur í 2 mánuði og eftir það á að bjóða mér starf í Keflavík við allt annað en fraktina, eða starf við flugumsjón í Hlíðarsmára. Ekki nóg með að allt sé að gerast í vinnunni, þá er ég að byrja í skóla 10. mars. Ég ákvað að skella mér í kerfisstjóranám í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum. Það nám klára ég svo 26. maí. Ótrúlega spennandi og hlakka ég mikið til. Annars er allt gott að frétta af mér og mínum. Við erum búin að vera rosa dugleg að glápa á bíómyndir, enda ekki seinna vænna til að vera með í umræðunni um óskarsverðlaunin. Við erum búin að sjá No country for old men, There will be blood, Sweeney Todd og einhverjar fleiri sem ég bara man ekki í augnablikinu. Skemmst er frá því að segja að No country er æði. Frábærir leikarar, flottur söguþráður og einn snarklikkaður geðsjúklingur. Sweeney Todd er skemmtileg. Þetta er söngleikur, þannig að það er mikið sungið, sem er skemmtilegt og soldið öðruvísi. Einnig er nóóóóóóg af blóði í henni. Svo er hún pínku sorgleg. Depp er frábær í henni og Helena Bonham er mjög góð líka. There will be blood er langdregin og þung. Daniel Day átti samt alveg skilið óskarinn fyrir leikinn. Hann skilar sínu afskaplega vel, enda frábær leikari þar á ferð. Skemmst er að minnast My left foot, in the name of the father og fleiri frábærar. Semsagt búið að vera stuð hjá okkur að glápa. Svo ég skipti nú alveg um gír, þá langar mig að skora á Heiðu, Tedda og Brynjar í keilukeppni í vikunni. Ég ætla að taka ykkur í NEFIÐ!!

Nýtt myndaalbúm!

Ég veit! við erum svakalega öflug.

Myndaalbúmið finnið þið hérna uppi til hægri. Albúmið er varið með lykilorði og þeir sem hafa áhuga geta sent okkur póst og fengið lykilorðið sent um hæl… ef okkur langar að gefa þér það.. sem er líklegt.. ef þú ert góhjartaður og hress einstaklingur.. sem þú örugglega ert.. þannig að ekki vera smeyk að prufa.. ok?

Jibbý!

brrrrr

Vangefið hvað það er kalt úti! Ég er búin að vera í vinnunni í hálftíma og mér er enn ekki orðið heitt. Ákvað því að ylja mér aðeins með því að pikka nokkur orð hér inn.

Vangefið hvað það er kalt!

Loksins er þessi janúar að verða búin. Égetsosvariða hann er búinn að vera mongó langur. Eftir afmælið hans Péturs og afmælisveisluna stórkostlegu hafa kuldi og blankheit sett mark sitt á dagana. Hlakka mjög mikið til að fá ferskan febrúar.

Afmælið hans Péturs var algjörlega toppurinn í þessum mánuði. Það var geggjað stuð í afmælisveislunni og hún heppnaðist eins og best verður á kosið. Við vorum með Méxíkóst þema. Mojito, Corona, Guacamole, Quasedillas, Fajitas, Salsa, El Guapo, Viva los amigos.. allan pakkann! Svo bara gítarspil og söngur og sjúkheit. Mjög skemmtilegt. Greyis þið fáu sem ekki gátuð komist.

Svo erum við búin að fá nýja útihurð. Svonna eldvarnarhurð. Mjög massív og flott. Smá límlykt og iðnaðarmannavesen, en ekkert svo.  Mjög gott að það sé búið að skipta um hurð núna í þessu kuldakasti því gamla var mjög óþétt.. var alltaf svona úúúúúú í vindinum. Svona úúúúúúúú gerir allt veður kaldara en það er.

hmm… eigum við að segja þetta gott? Mér er alveg að hitna, búin að drekka stóran kaffisopa og pikka þetta rosalega hratt þannig að mér er alveg að verða heitt. Er að hlusta á The National, nýjustu plötuna þeirra Boxer. Er  búin að ætla að hlusta á hana ansi lengi en var bara ekki búin að næla mér í hana fyrr en nú. Hún ofar bara góðu held ég. Rennur ljúflega. Fín svona vinnuhlustun.

Annars er ég á leiðinni í ræktina á eftir. Ekki veitir af. Er búin að slá ansi slöku við uppá síðkastið, sem er ekki nógu gott. Háværar kvartanir farnar að heyrast úr fataskápnum frá pilsum og buxum sem eru í lítilli notkun þessa daganna vegnar smæðar sinnar. Ég hef svosem ágætar afsakanir, en hver nennir að heyra þær? Nú verður bara tekið á því.

Hvað er annars með þetta súkkulaði út um allt?? It’s coming right for us!

HB

ùje!

ùje!, originally uploaded by kúrbítur púnktur net.

Pési fór og verslaði fyrir gjafakortið sem hann fékk í afmælisgjöf frá tengdafjölskyldunni. Fyrir valinu varð þessi frábæra flíspeysa, Haraldur að nafni. Það leynir sér ekki á myndinni hvað maðurinn í Haraldi er mikill töffari.

Einnig voru keypt forláta heddfón til að tengja við magnarann sem er tengdur í rafmagnsgítarinn sem töffarinn fékk í afmælisgjöf frá foreldrum, ömmu, afa, systkinum og þeirra fylgifiskum.

Afmælisbarnið vill koma á framfæri þúsund kossum til þeirra sem nefndir hafa verið hér að ofan.. tjah.. nema Haralds.

Ég er hinsvegar að fara að baka brauð til að borða í kvöld með franska rauðvínspottréttnum sem við ætlum að hafa í kvöldmat. túrílú.. HB