Category Archives: almennt

Allt og ekkert

Jæja gott fólk,
Þá er ég loksins búin að jafna mig eftir leikinn við Danina, já og Rússana ef út í það er farið, og treysti mér til þess að blogga hér án þess að missa mig í eitthvað svekkelsi og blótsyrði.
Lífið gengur bara sinn vanagang hér á bæ, eldhúsið komið í fulla notkun og það er bara ekkert nema æðislegt. Við ætlum að leggja flísar á milli skápa um helgina og ég vona að það eigi eftir að heppnast ágætlega hjá okkur þó svo að hvorugt okkar hafi áður lagt flísar. Það hlýtur að blessast. Þá verður þetta auðvitað alveg geggjað eldhús. Hlakka mjög til að sjá hvernig fallegu flísarnar sem við völdum eiga eftir að koma út. Þegar það er búið þá ætla ég svo að ganga almennilega frá eftir þessar framkvæmdir. Ganga frá öllum verkfærum og ÞRÍFA allt frá toppi til táar. Ji hvað það verður fínt hjá mér.
Var annars að koma heim frá Hrafnhildi. Hittumst þar systur í hádegismat.. mjög notalegt. Unnar Tjörvi frændi minn er svo mikil rúsína og svo yndislegur að það er nú bara ótrúlegt.

Væni pistillinn

Jæja, hvert vorum við komin?
Já, alveg rétt, það kom nýtt ár. Við vorum á Hornafirði um áramótin og tókum á móti nýja árinu í faðmi fjölskyldunnar og Ketillaugafjalls. Vöknuðum á nýársmorgun í himneskri sól og einstakri Nesja-blíðu. Ekki hægt að hugsa sér ferskari byrjun.
Fyrsti stóratburður ársins var brúðkaup Árna Gríms frænda míns og Steinunnar hans í Dómkirkjunni. Þegar þau voru orðin hjón var stórkostleg veisla á Hótel Borg. Ég og Pétur nýttum okkur þessa mögnuðu veislu vel og dönsuðum eins og lífið ætum að leysa. Ótrúlega gaman.
Eftir þetta skemmtilega kvöld tók við alvara lífsins. Eldhúsið. Já við rústuðum eldhúsinu okkar algjörlega. Hentum því fram af svölunum í orðsins fyllstu merkingu. Keyptum nýja innréttingu, ísskáp, UPPÞVOTTAVÉL, kork á gólfið, flísar á vegginn og svo byrjuðum við að byggja með hjálp góðra manna. Núna er farið að síga á seinni hluta þessara framkvæmda, við erum byrjuð að nota eldhúsið, búin að prófa að elda á nýju eldavélinni, búin að þvo í nýju uppþvottavélinni og búin að borða cheerios við nýja barborðið í nýju barstólunum. Það sem eftir er að gera er svossem ekki mikið. Eigum eftir að flísaleggja milli skápa, leggja listana, kaupa ljós og gufugleypi. Einnig er markmiðið að kaupa eitthvað fínt borðstofuborð inní stofu og stóla svo við getum nú boðið ykkur í kaffi!
Hvað get ég svosem sagt meira? Eldhúsið okkar verður flottara en ég hefði getað ímyndað mér! Ég er svo haaaaaaaaamingjusöööööööm eheheehehe :o)
Myndir eru væntanlegar á myndasíðuna.. stay tuned!

Jólatrjóla

Nett jólageðveiki að fara af stað hérna í höfuðborginni. Ég fann svolítið fyrir því þegar ég fór í Fjarðarkaup í dag með grænmetisskammtinn þeirra. Fólk að bíða eftir að það yrði opnað og sona. Bara svona til vonar og vara ef ske kynni að grænu Ora myndu klárast fyrir jól. Annars er ég bara voða rólegur eitthvað yfir þessu, eins og þetta skemmtilega myndband sýnir…

Pési í jólafílíng

Orðlaus…

Hvað er í gangi?

Gríp aðeins niður í greinina…

“Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sagt aftökur réttlætanlegar – með eitri í æð, hengingu, aftökusveit, rafmagnsstól eða í gasklefa – þrátt fyrir þann sársauka sem þær kunni að valda, en hefur ekki skorið úr um hvort sársaukinn teljist það mikill að það stangist á við stjórnarskrána.”

Þarf að segja eitthvað meira???