Category Archives: almennt

Afmælisbarn!

Sunnuskottið mitt á afmæli í dag!!
Hún Sunna Kristín guðdóttir mín, klárasta og duglegasta og skemmtilegasta og fallegasta of yndislegasta stelpa í heimi, er fjögurra ára í dag. Til hamingju með afmælið litla skottið hennar Heiðusinnar :o)

p.s. ég ætlaði sko að setja rosa fína mynd af henni hérna en þetta blogger drasl vill ekki hafa það. Þið verðið bara að skoða myndirnar af henni í myndaalbúminu. Þær eru sko ekki fáar :o)

Stiklað

á stóru..

– Í þessum töluðu orðum er ég í viðtali hjá Ella Feita. Ég er nefnilega svo gömul og reynd. Gamall og reyndur Fasisti. það er stuð. Þurfti m.a. að rifja upp busavígsluna mína. Það er alveg stórkostleg minning.. líka busavígslurnar sem ég var með í að skipuleggja sem heldri nemi. Finn ennþá ilminn og ilinn af gærunni, bragðið af ölinu sem kneifað var úr horni.. heyri drumbusláttinn og rímurnar óma í Ketillaugarfjallinu…
– Við gerðum tilraun til að horfa á bíómynd í gærkvöldi. Miami Vice með þeim Jamie Foxx og Colin Farrel. Við gáfumst fljótlega upp. Í þessari mynd er ekki töluð enska. Í þessari mynd er talað eitthvað skringilegt tungumál sem einkennist af muldri og skammstöfunum. algjörlega öm.. aðeins að slaka á í kúlinu strákar.. aðeins.
– Við bökuðum aftur um helgina. Í þetta skiptið bananabrauð. Það var mjög gott. Er að spá í að skella því að uppskriftavefinn á eftir. Ef ég nenni.
– Gaman, gaman framundan. Ættarmót, Afmæli, Tónleikar, Flóttamannabúðir…

Fjúhhh!!

Þessi vika er gjörsamlega búin að æða áfram. Tíminn líður eitthvað svakalega hratt þessa dagana og nú er bara kominn föstudagur ef þið skilduð ekki vera búin að taka eftir því! Ég missti að vísu einn dag úr þessari viku þar sem ég lá í killer mígreni með öllu tilheyrandi á þriðjudaginn. Það varð til þess að ég missti af ótrúelga skemmtilegum leikfimitíma. Mjög fúlt. Fór samt í leikfimi í gær í allsvakalega stöðvaþjálfun og er með harðsperrur allstaðar í dag.. næstum því. Er að spá í að fara á eftir í svona hjólapartýtíma eins og ég er búin að fara í tvo síðustu föstudaga en ætla samt að sjá til..

Langaði að sýna ykkur eitt merkilegt sem ég fann á netinu áðan.. Þetta hérna..
Mér finnst þetta rosalegt! Staðfestir bara það að maður á að taka öllu sem maður sér, í auglýsingum og tímaritum og sjónvarpinu og bara út um allt, með fyrirvara.. díses..

Góða helgi samt öll sömul :o)

Hjá.. Hjákátlegt

Mánudagur mættur enn á ný. Dagurinn er að mestu leyti búinn að snúast um þvott í mínu tilviki. Er búin að þvo allt sem hægt er að þvo – þrjár vélar ef þið hafið áhuga. Þetta þýðir líka að ég er búin að hlaupa þrisvar sinnum upp og niður 48 tröppur með fangið fullt af þvotti. Ein ferð eftir.. ég bíð spennt.
Hittum alla bræður hans Péturs um helgina. Á laugardaginn buðum við þeim eldri, Brynjari og Tedda í kaffi og Jógúrtbollur (eftir uppskrift Konnýar að sjálfsögðu) og að sjálfsögðu komu kærusturnar þeirra með og ég hitti þær í fyrsta skipti. Verð ég að segja að mér lýst nú bara ansi vel á þær. Gæða dömur báðar tvær :o)
Á Sunnudaginn þá skelltum við okkur svo á Körfuboltamót í Garðabænum þar sem Heimir Konráð hinn yngsti var að keppa með Sindra. Við fórum öll að horfa á hann, og ég þarf að sjálfsögðu ekki að taka fram hver var langflottastur og bestur af öllum þarna á svæðnu.. og sætastur!

Líkir bræður :o)

En ég verð nú bara að líka að segja ykkur frá matnum sem við elduðum um helgina líka. Mér langaði í eitthvað ótrúlega æðislega gott svo ég hringdi auðvitað í snillinginn hann pabba minn. hann kenndi mér hið snarasta að elda hið margfræga Chili sem við gerðum og gæddum okkur svo eiginlega í öll mál alla helgina.. því það er náttla ekki hægt að elda lítið chili.. En já.. Jibbý! Mánudagur!!!

jæja krakkar..

Allt fínt að frétta hérna megin. Sitjum hérna skötuhjúin hlið við hlið í sófanum heima hjá okkur með sitthvora tölvuna í fanginu. Þetta er einkar rómantískt hjá okkur. Spjöllum jafnvel saman á msn! en það er auðvitað bara í gríni 🙂

Ég var í leikfimi áðan. Geggjaður tími. Þetta var svona Boot Camp. Þvílíkt púl! en eftirá líður mér alveg einstaklega vel. AAAaaaahhhhhhhh… Þvílík slökun.

Annars ætlaði ég ekkert að segja neitt sérstakt. Var á bloggrúnti.. datt í hug að kanski ætti ég að blogga eitthvað fyrir þá sem taka rúntinn hingað inn. Já og kanski ég sýni ykkir eina flotta mynd af mér og fleiri pæjum í brúðkaupinu sem ég fór í um daginn…

..já þokkalegar pæjur sem við erum :o)