Jæja…þá er það ákveðið. Ætlum að fá okkur ADSL. Vitum bara ekki alveg hvort það verður Ogvodafone eða Síminn sem verður fyrir valinu. Eitt sem mér finnst heimskulegt við þetta. Af hverju í andskotanum er bara hægt að borga með visa korti hjá Ogvodafone? Eru þetta vitleysingar? Held það…Kannski best að vera bara hjá Símanum. Hann hjálpar manni að láta það gerast….

Ætti ég að fá mér ADSL? Ég veit það ekki. Ég er orðinn soldið dauðleiður á þessu neti. Það er svo ótrúlega lengi að svara mér að það er óþolandi. Þann tíma sem það tók að skrifa þessar línur, hefur ekki tekist að opna síðuna hjá ogvodafone. HVAÐ ER AÐ? Komið endilega með hugmyndir. Hvað á ég að gera?