ég horfði á nokkrar skemmtilegar myndir um helgina á meðan pési var að vinna. svona gamlar og góðar sem ég hafði ekki séð lengi lengi.. when harry met sally, scent of a woman og thelma & louise… mér finnst whms alveg geggjuð og ég hlæ endalaust að henni. mér finnst samtölin í henni svo skemmtileg, myndin er ekkert nema samtöl út í eitt þannig að eins gott að þau séu skemmtileg.. soaw er líka góð.. aðallega al pacino samt, en dáldið löng, ég var ekki farin að sofa fyrr en kl. hálf fjögur, sem er aðeins of seint fyrir mig.. t&l er líka frekar góð. mér finnst susan sarandon og geena davis pottþéttar leikkonur.. brad var svosem ágætur líka, allavega fyir þá sem eru hrifnir af svona súkkulaðistrákum.. 😉 þetta var allt saman í boði skjás eins. takk fyrir það..

núna er ég bara í vinnunni, verð að vinna frameftir í þessarri viku… ég get ekki beðið eftir helginni.. pési í fríi, mánaðarmótin komin og við að fara í brúðkaup.. ég veit meira að segja í hverju ég ætla að fara.. það er nú alveg met. þá er bara að vona að vikan verði fljót að líða.. je ræt..

í kvöld er survivor.. djöfull er ég spennt..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *