Monthly Archives: October 2004

jæja.. get ég þá loksins slakað á.. ég var að klára að þrífa allt pleisið. ekki það að það sé eitthvað svaka stórt heldur var það orðið ansi skítugt. það er komin helgi og ég ætla að hafa það ljúft og vera í rólegheitunum.. það er best! ketsjúleiter..

Fiskréttur sumarsins 2004

Þetta þarftu: 700gr ýsa, roðlaus og beinlaus, spínat, 1-2 græn epli eða jonagold, karrý, paprika, rækjur, rjómi, kúskús, kjúklingateningur, einhver grænmetisblanda (gott að nota einhverja wokblöndu eða bara saxa sjálf eitthvað niður)

Svona gerirðu: Hyljið botninn á álbakka með spínati og raðið fiskinum þar yfir. Kryddið fiskinn með karrý. Skerið svo eplið í báta og paprikuna i bita og dreifið yfir fiskinn, já og rækjunum líka. Hellið svo rjóma yfir alltsaman (samt ekki þannig að hann hylji alltsaman, bara svona temmilega mikið). Lokið svo álbakkanum með álpappír og skellið þessu á grillið þangað til fiskurinn er soðinn. Á meðan fiskurinn er á grillinu mýkið þá grænmetisblönduna í potti. Hellið svo vatni (250ml) yfir og setjið einn kjúklingatening útí. Setjið svo kúskús-ið útí (250gr) og hrærið og látið það drekka í sig vatnið. Borðið svo með fiskinum

Að lokum: Þetta er algjör snilld! Uppskriftin er sko upphaflega þannig að fiskurinn er grillaður í svona álpappírs böggum (einn skammtur í bagga) en mér (okkur pabba) finnst fínt að elda þetta svona í einum bakka og hafa kúskús með. Safinn/soðið af réttinum helst svo vel í og það er geggjað áð láta kúskúsið drekka í sig safann/soðið. Pabbi eldaði þetta svo oft þegar ég var fyrir austan sumarið 2004 og við bara fengum ekki nóg.. Einfalt, fjlótlegt og geggjað gott! HB



hvað segist..? bara fína hjá mér, ég var að koma úr lönsdeiti með kollusætu, fórum á kaffi parís og fengum okkur snæðing og dýrindis kaffi í eftirrétt. makalaust hvað kaffi er gott. sérstaklega vel lagað cappucchino.. :p sljúrrb! Svo fór ég út í búð að kaupa í matinn. sá þar held ég feitustu konu sem ég hef séð. Hún var líka að kaupa í matinn. í matinn hjá henni eru 5 snakkpokar 4 lítrar af kóki og 4 lítrar af sprite. ég ætla að vona það hennar vegna að hún sé að fara að halda partý. já.. svona er þetta. ætlaði ekkert að fara að blaðra um þetta hér, þetta var var bara soldið sláandi.

tjá.. Toggi bróðir kemur bráðum heim, þá verður gaman.. ok, ég er farin að læra :/

Þórukjúklingur

Gestakokkurinn er Unnur

Unnur, elskuleg vinkona Kúrbítsins, var svo góð að senda okkur þessa frábæru uppskrift og er því viðbót í kúrbítsins flokk frábærra Gestakokka.

Eldhressar í Þórsmörk haustið 1998

Þetta þarftu: Kjúklingabringur hmm segjum svona 4 – 5, rétt tæplega flaska af Hunts BBQ sósu, einn peli rjómi – matreiðslurjómi ótrúlega friendly kostur, dass af pipar, dass af salti, rúmlega dass af karrý.

Svona gerum við: Skerið bringurnar í ræmur, bita, þríhyrninga eða hvað sem ykkur finnst best og setjið í eldfast mót. Hitið saman BBQ, rjómann og kryddið – hellið yfir og hitið í ca 45 mín við 180°.

Að lokum: Hæ elskurnar ….. ég bara varð að henda inn uppskrift af “Þórukjúklingi”. Þóra er sem sagt kona sem bjó við hliðina á okkur í Ystabænum en dó langt fyrir aldur fram og kenndi mér þennan rétt sem er soldið spari – enda soldið af kaloríum ……. Gott með: Salat og hrísgrjón og að sjálfsögðu gott sætt hvítvín. Njótið vel og förum nú að finna okkur helgi í útilegu, fjallgöngu eða bara hitting með góðum mat og góðum veigum ….. Unns punns gestakokkur

tannlæknirinn flutti mér slæmar/góðar fréttir.. hún fann helling sem hún gat lagað (slæmar fréttir fyrir mig) og þ.a.l. grætt á (góðar fréttir fyrir hana). ég á bókaðan tíma í endajaxlatöku þann 11. nóv. mikið hlakka ég til 🙂

Nú má ég til með að fara að læra.. ég má til.

Góðan dag!

Var komin á fætur fyrir allar aldir í morgunn eða klukkan hálf átta! það er þokkalega vel af sér vikið. Sérstaklega þegar maður spáir í það að ég þurfti ekki að mæta og stimpla mig inn neinstaðar. Get samt eiginlega ekki montað mig með góðri samvisku án þess að láta fylgja að Pétur var farinn á fætur klukkan rétt rúmlega fimm í morgunn. þannig að hann vinnur..

Ég er að fara að læra. Þarf að lesa fjórar greinar fyrir morgundaginn og helst að lesa líka greinarnar fjórar sem ég sleppti að lesa síðasta mánudag (því þá var ég að vinna). Svo þarf ég að fara að huga að ritgerð og klára eitt leiðinlegt verkefni. Þannig að það er nóg að gera hjá mér. Það var snjór úti þegar ég vaknaði í morgunn. fyrsti snjór vetrarins. það væri gaman ef við þyrftum ekki að fara að kaupa snjódekk á bílinn. það er alltaf eitthvað sem maður þarf að kaupa.. hafið það gott í dag :o)