jæja.. get ég þá loksins slakað á.. ég var að klára að þrífa allt pleisið. ekki það að það sé eitthvað svaka stórt heldur var það orðið ansi skítugt. það er komin helgi og ég ætla að hafa það ljúft og vera í rólegheitunum.. það er best! ketsjúleiter..
Month: October 2004
Untitled
Varla var hún svona feit…….Maður spyr sig…..
Fiskréttur sumarsins 2004
Þetta þarftu: 700gr ýsa, roðlaus og beinlaus, spínat, 1-2 græn epli eða jonagold, karrý, paprika, rækjur, rjómi, kúskús, kjúklingateningur, einhver grænmetisblanda (gott að nota einhverja wokblöndu eða bara saxa sjálf eitthvað niður) Svona gerirðu: Hyljið botninn á álbakka með spínati og raðið fiskinum þar yfir. Kryddið fiskinn með karrý. Skerið svo eplið í báta og… Continue reading Fiskréttur sumarsins 2004
Untitled
hæ hvað segist..? bara fína hjá mér, ég var að koma úr lönsdeiti með kollusætu, fórum á kaffi parís og fengum okkur snæðing og dýrindis kaffi í eftirrétt. makalaust hvað kaffi er gott. sérstaklega vel lagað cappucchino.. :p sljúrrb! Svo fór ég út í búð að kaupa í matinn. sá þar held ég feitustu konu… Continue reading Untitled
Untitled
Elsku Helga, Þórir og Fjalar Hrafn, Til hamingju með viðbótina í fjölskylduna, Auður Ísold vertu velkomin í heiminn 🙂 knús og kossar frá okkur Pésa :*
Þórukjúklingur
Gestakokkurinn er Unnur Unnur, elskuleg vinkona Kúrbítsins, var svo góð að senda okkur þessa frábæru uppskrift og er því viðbót í kúrbítsins flokk frábærra Gestakokka. Þetta þarftu: Kjúklingabringur hmm segjum svona 4 – 5, rétt tæplega flaska af Hunts BBQ sósu, einn peli rjómi – matreiðslurjómi ótrúlega friendly kostur, dass af pipar, dass af salti, rúmlega… Continue reading Þórukjúklingur
Untitled
Hér á eftir mun ég fjalla um þróun og hönnun skólpkerfis á Djúpavogi. Eða ekki….
Untitled
tannlæknirinn flutti mér slæmar/góðar fréttir.. hún fann helling sem hún gat lagað (slæmar fréttir fyrir mig) og þ.a.l. grætt á (góðar fréttir fyrir hana). ég á bókaðan tíma í endajaxlatöku þann 11. nóv. mikið hlakka ég til 🙂 Nú má ég til með að fara að læra.. ég má til.
Untitled
arg.. er að fara til tannlæknis á eftir
Untitled
Góðan dag! Var komin á fætur fyrir allar aldir í morgunn eða klukkan hálf átta! það er þokkalega vel af sér vikið. Sérstaklega þegar maður spáir í það að ég þurfti ekki að mæta og stimpla mig inn neinstaðar. Get samt eiginlega ekki montað mig með góðri samvisku án þess að láta fylgja að Pétur… Continue reading Untitled