Monthly Archives: July 2006

Gengið í skarðið

Í gær fór ég í mína fyrstu göngu upp skarðið. Húrra fyrir mér? játs.. Ég fór með stafina mína, það er að segja ég stafgekk upp.. tók þetta á stafgöngunni. þið skiljið.. Þetta var mjög skemmtilegt og planið er að fara aftur í fyrramálið. Annars átti ég bara notalega fríhelgi í rólegheitunum á Hraunhólnum..

.. so good to me

Jæja, kominn mánudagur.
Ég er í vinnunni eins og endranær. Var að vinna um helgina og gerði bara ekkert merkilegt. Drakk kaffi, fór í göngutúra og hjólatúr, horfði á Prison Break (sem er ykkur að segja alveg að gera út af við mig það er svo spennandi), las í bók, borðaði góðan mat og spjallaði.. svona dæmigerð rólegheit. Verð í fríi næstu helgi og ég hlakka mjög mikið til. Það getur reynt ansi mikið á þolinmæðina mína að vinna hérna í 12 daga án þess að fá frídag með brosið og kurteisina á fullum styrk. Það er samt bara gaman í vinnunni og fullt af skemmtilegu fólki sem ég hitti á hverjum degi. Einn og einn fýlupúki flýtur með.
Má ekki vera að þessu spjali samt, brjálað að gera!

Langur dagur

Langur mánudagur eftir yndislega helgi. Eyddi henni HEIMA hjá mér með mínum kæra. Fór líka út að borða og sá súpermann í bíó og hitti kollu og fjölsk.. en vá hvað það var yndislegt að koma heim. Loksins.. eftír tvo mánuði. Nú er ég aftur komin í sveita sæluna. Lagði af stað úr bænum klukkan sjö í morgun, er núna í vinnunni og verð til klukkan níu í kvöld. Á örugglega eftir að sofna værum svefni í kvöld, þó svo ég hafi glaymt sænginni minni heima..
kveðjur..

Leti

Tekur þá sumarfríið brátt enda. Fúlt. Búið að vera gott sumarfrí. Kannski ekki búinn að gera mikið samkvæmt einhverjum mælikvörðum. Búinn að hafa það gott. HM var skemmtileg keppni og ekki voru NBA úrslitin leiðinleg. Svo er maður búinn að fara í nokkra göngutúrana hérna í sveitinni. Alltaf jafn falleg þessi sveit. Við fundum meira að segja foss uppá Laxárdal sem við höfum aldrei séð áður. Magnað. Ligg nú bara uppí rúmi núna. Er ekki alveg að nenna á fætur. Veit ekki hvað þetta er. Leti heitir það held ég. Já svei mér þá. Kannski að maður kíki út með myndavélina og taki nokkrar. Talandi um myndir. Ef fólk er orðið óþolinmótt að bíða eftir nýjum myndum, þá get ég kætt fólk með því að það er verið að vinna í þessu. Ætli það endi ekki með því að einhverjar myndir rati hérna inn. Hvenær það verður hef ég ekki hugmynd um. Lendum í Reykjavík á föstudag. Það verður gott að komast heim til sín aftur og fara að vinna. Maður hefur ekki gott af því að hanga svona lengi í sumarfríi. Jú…skipti um skoðun…maður hefur gott af því. Svo ætla ég rétt að vona að Svanfríður sé farin að hlusta á Jens Lekman.

Nick og Alessandro

Ég geri lítið annað þessa dagana en að hugsa um fótbolta og Nick Cave. Ég er orðin svo spennt fyrir þessum Nick Cave tónleikum að ég er bara að fara yfirum. Hlusta auðvitað eiginelga bara á hann og vellti í leiðinni fyrir mér hvaða lög hann eigi eftir að taka á tónleikunum, hvernig hann verði á sviðinu og svoleiðis. Úff þetta verður æði. Ég lifi semsagt í Nick Cave dagdraumi.
Þegar ég er ekki að hugsa um Nick Cave þá er ég að hugsa um fótbolta. HM nánar tiltekið. Er ennþá í sæluvímu eftir að Ítalirnir komust áfram í gær. Það var meiriháttar leikur. Sá að vísu ekki nema framlenginguna í beinni útsendingu en vá.. það var alveg nóg. Þvílíku mörkin! Ótrúlega er ég ánægð með minn mann Alessandro Del Piero… Það var sko alveg kominn tími á að hann skoraði. Og þvílíka markið!! fjúhh.. Það lá beint við að ég sat á gólfinu fyrir framan sjónvarpið og var að gæða mér á lasagne og rauðvíni á meðan snilldin átti sér stað. .
Núna sit ég bara í vinnunni og fylgist með leik Portúgala og Frakka á netinu. Eitt-núll fyrir frakka enn sem komið er.. Mér er alveg sama hver vinnur þennan leik. Vona samt að Portúgalir vinni því pabbi og mamma halda með þeim. Það yrði sérstök stemmningin á heimilinu ef Ítalir og Portúgalir myndu mætast í úrslitum………..