Monthly Archives: August 2005


Ég á einn sætan og skemmtilegan frænda sem er tveggja ára í dag. Það er hinn eini sanni Tómas Orri sem hér sést gæða sér á snakki. Til hamingju með afmælið sætastur :o) og Matta og Hjálmar til hamingju með frumburðinn!

aaaahhhhhh!!

Ég er komin heim til mín. æh hvað það er alltaf gott. Nú þarf ég ekki að fara neitt fyrr en eftir allavega nokkrar vikur. Ég get meira að segja tekið upp úr töskunum í þetta skiptið! vúhú!!
Það er annars mikið að gerast í afmælum þessa dagana. í gær átti hún Unnur vinkona mín afmæli og í dag á hún Sædís vinkona mín afmæli. Til hamingju stúlkur mínar :o)

Ég er orðinn ískyggilega hrifinn af ipodinum mínum. Þetta er komið á hættulegt stig. Ég er með hann í eyrunum í vinnunni og ég skal segja ykkur það að dagarnir fljúga framhjá manni. Svo gaman að hlusta eingöngu á lög sem mér finnast skemmtileg. Svo maður tali nú ekki um uppistand. Búinn að vera að hlusta á Eddie Izzard sem er ótrúlegur snillingur. Endilega tékkið á honum ef þið hrífist af uppistandi. Svo er bara vinna á eftir. Svo kemur Heiða til mín um helgina 🙂 VAHÚ!!!

Stemning og afmæli

Er komin til Hornafjarðar enn eina ferðina. Komum í gærkvöldi, ég og bræðurnir báðir. Til stendur að vera hérna þessa vikuna og reyna að koma þessu námi mínu í einhverja stemningu eftir langvarandi vesen. Vona að það takist. Pétur heldur uppi stemningunni í Reykjavíkinni.
Það var sko stemning á okkur síðustu helgi. Ég og Elías skelltum okkur til Reykjavíkur. Takmark mitt með ferðalaginu var að heilsa upp á Möggu tönnsu, Todmobile, sjá flugeldasýningu, sækja Toggster og knúsa Pésa. Það er skemmst frá því að segja að ég fór létt með þetta allt saman og vel það 🙂
Hún Eva saumaklúbbssystir mín átti stórafmæli í gær, 22. ágúst! Ef þú ert að lesa þetta Eva, þá óska ég þér til hamingju með þetta merkisafmæli 🙂