Monthly Archives: September 2013

Klessumöffins

Þessar verða sunnudagssyndin í dag. Ég bakaði þessar kökur fyrst handa systkinum mínum þegar ég bauð þeim til mín í hádegismat á afmælisdaginn minn. Langaði til að gefa þeim eitthvað æðislega gott og fallegt, en auðvelt og fljótlegt. Þetta var akkúrat það.

IMG_2675

Þetta þarftu: 100g smjör, 2 egg, 3 dl sykur, 1,5 dl hveiti, 1 dl kakó, 1 msk vanillusykur, 1/4 tsk lyftiduft. Rjómi og jarðaber, helst íslensk.

Svona geririðu: Bræðið smjörið. Blandið öllum þurrefninum saman og hrærið smjörinu svo saman við. Eggjunum er hrært saman við í lokin. Skiptið deiginu í 12 muffinsform og bakið við 175°C í 12-15 mínútur

Að lokum: Þetta verður ekki auðveldara. Ég sett formin í svona möffinsbökunarplötu sem ég keypti mér í Kokku. Þá verða kökurnar svo flottar. Mér finnst reyndar svolítið erfitt að taka kökurnar uppúr þegar þær eru tilbúnar því þær eru svo svaka mjúkar. Svo lætur maður þær kólna aðeins og setur rjómaslettu ofaná þær og jarðaber. Þá eru þær bara fullkomnar… Uppskriftin er fengin frá ljúfmeti og lekkerheitum (sjá link undir matarblogg)