Monthly Archives: October 2007

daglegt brauð

Nú er ég orðin ein af þessum manneskjum sem er með innlegg í skónum sínum. Innlegg í skóm, það er ég.
Síðustu vikur og – gott ef ekki – mánuði hef ég nefnilega þjáðst af skemmtilegu fyrirbæri kallað hefur verið þeim skemmtilegu nöfnum bólgin ilsin og tábergssig.. við þessu hef ég þurft að gleypa bólgueyðandi, hvíla mig og taka álagið af og núna, nýjasta nýtt, þurft að setja innlegg í skóna mína.
Það er allskostar fáránlegt að ganga með þessa furðulegu hluti í skónum mínum en ég vona að minnsta kosti að þetta nýtist mér í ræktinni. Þangað inn hef ég ekki stigið fæti nema einstöku sinnum síðan fyribærið margnefnda gerði vart við sig snemma í haust.. það kemur í ljós á morgun.

Sæta leikhúsmyndin var tekin af mér á laugardaginn þegar ég og Pétur fórum og að sjá Hamskipti í þjóðleikhúsinu. Það var alveg stórkostleg leiksýning sem allir hafa gott af að sjá..

Svo er það bara vinnan, “hvað er í matinn”?, rigningin, pésinn og glóinn sem eiga hug minn allan þessa dagana.. já og barcelona.. það styttist!

Langloka

Svolítið skrýtið að maður skuli vera að skríða undan blogghýðinu svona rétt fyrir veturinn. Þetta er svona. Ekki allt eins og maður heldur. Djöfull var kalt í morgun. Hélt að ég myndi frjósa fastur við stýrið á leiðinni í vinnuna. Fer í vettlinga næst, það er alveg á hreinu. Alltaf er maður einhvernveginn jafnhissa þegar það kólnar í veðri. Kommonn…Það er kominn október. Það á að vera kalt. Hei…hvað haldiði að hafi gerst í dag? Ég var að keyra lyftarann yfir í port hjá Eimskip til að redda þeim með einhver timburbúnt. Kemur ekki einhver fokking hálfviti útúr portinu á fleygiferð á sendibíl og ég hreinsaði hliðina úr bílnum hjá honum með göfflunum á lyftaranum!! Aldeilis frábært. En allt leystist þetta nú með útfyllingu tjónaskýrslu og svona. En þvílíkt og annað eins! Það er algjört lágmark að menn horfi í kringum sig áður en þeir negla af stað útúr porti og útá götu. OG HANANÚ!! Annars er ég nokkuð hress. Alltaf að spila á gítarinn og svona. Orðinn nánast partýfær, kannski ekki alveg, en nánast. Spurning um að ég haldi uppi stuðinu í þrítugsafmælinu mínu.
Glói braggast hratt og er orðinn 25 kg. Fórum með hann í bólusetningu um daginn og hann var svaka duglegur, vældi ekki neitt þegar hann fékk sprautuna.
Annars er maður orðinn frekar spenntur fyrir Barcelona. Verður mega gaman. Komumst að vísu ekki á leik en það verður að hafa það. Finnum okkur ábyggilega eitthvað annað skemmtilegt til að gera 🙂 Jæja…best að hafa þennan pistil ekki mikið lengri. Veriði góð hvort við annað, annars rasskelli ég ykkur!!

vúhú!!

Nýja vinnan mín er æðisleg!
vúhúú!

og vitið þið hvað? Við erum sko á leiðinni til Barcelona á árshátíð!! bara eftir þrjár vikur! vúhú!!
Ýkt gaman að vera ég þessa dagana..

nú er ég að elda yndislegan kjúklingarétt, búin að opna rauðvínsflöskuna, brauðið bakast í ofninum, kertaljós og rigning úti… gæti ekki verið yndislegra.. jú kanski ef ég væri nýbúin að þrífa alla íbúðina og setja hreint á rúmið, þá væri þetta fullkomið.. en iss.. hvenær er lífið svosem alveg fullkomið?

góða helgi gott fólk!

Allskonar skemmtilegt

Jæja krakkar mínir
Allir hressir?

Við erum hress. Alveg eld! Mjög skemmtileg helgi að baki. Við elduðum allskonar góðan mat og gerðum allskonar skemmtilegt og hittum allskonar skemmtilegt fólk.. eins og svo oft áður. Myndir segja meira en mörg orð og þar sem ég nenni ekki að pikka þá ætla ég bara að skella inn nokkrum



tjá..