MATUR!!

Hæ. Við prófuðum nýtt fyrir svolitlu síðan og ákváðum að elda þetta aftur um helgina vegna þess að þetta er svo gott. Indverskur Butter Chicken Hér hafið þið uppskriftina, fengin beint frá ljufmeti.com Með þessu bökuðum við Naan brauð eða brauð brauð 🙂 http://allrecipes.com/recipe/14565/naan/ Allt saman var þetta sjúúúúklega gott 🙂

Dúnmjúkar bollur

Þetta þarftu: 500gr hveiti, 1 gerbréf, 3 dl mjólk, 80gr smjörlíki (eða olía í staðinn), 1 msk sykur og smá salt. Svona gerirðu: Bræðið smjörlíkið og setjið svo mjólkina saman við þegar það er bráðið. Setjið þetta í skál og blandið gerinu, sykrinum og smá salti við. Hellið hveiti smám saman útí og hrærið og hnoðið síðan… Continue reading Dúnmjúkar bollur

Massabrauð Kollu sætu

Þetta þarftu: Fimmsinnum 250ml hveiti, 5dl vatn (volgt), eitt gerbréf, góðan slump af olíu, smá salt og 1msk sykur. Svona gerirðu: Setjið volga vatnið í skál og setjið gerið út í það ásamt sykrinum og saltinu. Þetta er hrært saman þangað til gerið leysist upp. Svo skal hveitinu hrært út í smám saman. Takið svo deigið úr… Continue reading Massabrauð Kollu sætu

Published
Categorized as brauð

Fyrirtaks morgunbollur

Þetta þarftu: 13dl hveiti, 3dl hveitiklíð, 1msk sykur, 1tsk salt, 1bréf þurrger, 6dl volg undanrenna, 2msk matarolía Svona gerirðu: Blandið saman þurrefnum og geri (skiljið samt soldið eftir af hveitinu til að hnoða upp seinna). Hellið olíu og undanrennu útí deigið (gerið svona holu fyrst) og hrærið vel með sleif (deigið má vera soldið blautt).… Continue reading Fyrirtaks morgunbollur