Monthly Archives: February 2009

Í gönguferð

Við fórum saman í gönguferð við tvö, Hrafn Tjörvi og ég. Honum hefur hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel að lúlla í dag þannig að mér datt í hug að hann myndi kanski vilja taka auka hænublund í vagninum. Það var rangur miskilningur. Hann var ekkert á því og kvartaði mestmegnið af göngunni þangað til mamman lét undan og leyfði honum að setjast upp og horfa í kringum sig. Drengurinn var mjög sáttur við það, enda rosalega gaman að skoða trén og bílana og ljósastaurana.. Þá er bara að vona að hann geti haldið sér vakandi til átta í kvöld 🙂