Monthly Archives: June 2010

Undur og stórmerki

Kallinn ekki dauður enn. Hef bara ekki gefið mér neinn tíma til að sinna þessu bloggi. Haft nóg annað að gera einhvernveginn. Kannski að Facebook steli öllum þessum tíma sem gæti farið í bloggið. Fokkins facebook. Tímaþjófur…

Annars er ég hress. Sama á við um alla fjölskyldumeðlimi. Hrafn er síkátur sem er magnað miðað við allt eyrnastandið. Eigum tíma á miðvikudaginn hjá HNE til að meta stöðuna. Vinstra rörið er dottið úr þannig að við þurfum nýtt. Stemmning. Eða ekki.

Skelltum okkur í bústað með Kollu & co, Hrafnhildi & co og þar var stuð og mikið fjör. Horfðum á Ítalíu skíta uppá bak og borðuðum fullt af góðum mat.
Fórum niður að Skorrdalsvatni þar sem Hrafn Tjörvi fékk að henda steinum í vatnið og fannst honum það mergjað stuð.

Nú er mánudagur og grámyglulegur hversdagsleikinn tekinn við með fótbolta í bland. Bið ykkur vel að lifa…