Monthly Archives: June 2006

Framundan hjá mér…

Eins og glöggir einstaklingar og Hornfirðingar sérstaklega vita þá er hin eina og sanna Humarhátíð framundan. Nánar tiltekið um helgina! Við kúrbítar ætlum að sjálfsögðu ekki að láta okkur vanta og munum hefja partístandið í Sindrabæ í kvöld. Þar mun vera spænsk veisla með tapas réttum og sangriu og flamenco dansi og bara öllu tilheyrandi. það verður örugglega ekki leiðinlegt. Áður en það gerist ætla ég nú að skella mér í stafgöngu með nokkrum eldhressum kvinnum og mömmu og pabba. Á morgun verður humarhátíðin svo sett með glamúr en áður en það gerist mun ég fara ásamt öðru merkilegu fólku á opnun Þórbergsseturs í Suðursveit. Ég hlakka svaka mikið til að sjá hvernig þar hefur til tekist. Ég á von á miklum merkilegheitum þar á bæ. Svo kemur að humarhátíðinni. Við kúrbítar erum nú ekki alveg búin að ákveða hvar við verðum og hvenær, hvar við dönsum og hvar við borðum humar en það verður örugglega á morgum stöðum. Ég hlakka samt mest til þess að grilla með öllum systkynum hans Péturs og foreldrum á laugardagskvöldið. Það er langt síðan við höfum verið öll saman á sama stað á sama tíma. Fyrir löngu orðin tímabær grillveisla verð ég að segja. Á sunnudaginn verð ég örugglgega bara í rólegheitunum og nýt þess að vera í fríi. Það er langbest.

Hei já.. vissuð þið að við erum að fara á NICK CAVE!!!

haunted by chocholate

hæ, bara að koma helgi aftur.. haldiðasé..
Hef það bara gott hérna í vinnunni minni. Er að gæða mér á súkkulaði og drekka kaffibolla með því. Jamm ég er sko farin að selja eina tegund af súkkulaði hérna og ég er mjög ánægð/óánægð með það. Ég á í miklu love/hate sambandi við súkkulaði.. samt eiginlega bara love..
Í kvöld er stefnan tekin á Jónsmessu golfmót. Pétur ætlar að vera í teymi með Hjálmari. Þetta er sko þannig að hver golfari (Hjálmar) þarf að hafa með sér óreyndan “golfara” (Pétur) til þess að pútta fyrir sig. Það verður örugglega eitthvað skautlegt. Það er víst ekki óalgengt að golfararnir muni ekki eftri síðustu holunum á þessu móti.Ég er að vinna til níu í kvöld en ætla svo að skella mér með henni Möttu að fylgjast með þessu. Ég verð svo að vinna bara um helgina þanig að ég stend ekkert í neinum stórræðum.. enda enginn tími til þess á meðan HM er í gangi.

Síldarsalat

HM er búið að vera málið þessa dagana. Ég hef reynt að fylgjast öllum leikjunum hingað til og hefur það heppnast nokkuð vel. Margir skemmtilegir og margir leiðinlegir. Ítalía komnir áfram sem er gleðiefni. Eins og þetta lítur út núna þá er Ghana á leiðinni áfram sem er einnig gleðiefni. En nóg um það. Lífið er búið að vera voðalega ljúft hérna í Nesjunum. Sofið til 10 alla morgna og legið yfir lestri fram eftir degi. Hei….segir maður ghanverjar? Má ekki bara segja ghanar? Ég held það. Ekki að ég sé einhver íslenskufræðingur. Jamm….svo er humarhátíðin framundan. Það verður sennilega massastuð. Fínar hljómsveitir og svona. Svo einn brandari hérna í lokin.

What´s the difference between a nun and a woman in a bathtub?

The nun´s got hope in her soul…

Myndabloggið mitt

Ég var alveg að gleyma því að ég á myndablogg. Er að spá í að nota það soldið í sumar.. Til dæmis erum við að fara í ferðalag eitthvað austur á eftir og þá er aldrei að vita nema ég smelli inn nokkrum myndum………
játs og það eru alls 3 klst og 49 mín þangað til ég fer í helgarfrí.. vúhú!

Gaman í vinnunni

Þetta getur verið ansi skemmtielgt djobb.
Túristar eru mjög misjafnir og skiptist það ekkert eftir þjóðernum eins og svo margir segja. Allavega hefur það ekki verið mín reynsla. Ég hef rekist á marga skemmtielga þjóðverja til dæmis. Sumir túrstar eru ótrúlega sjálfbjarga og redda öllu sínu sjálfir. Hafa allar uopplýsingar á hreinu. Aðrir eru ótrúlega ósjálfbjarga og það þarf að gefa þeim mikla þjónustu, gera allt fyrir þá.
Hjá mér áðan voru tveir ítalskir stúdentar. þeir voru örugglega í ósjálfbjarga hópnum. Þeir vissu eiginlega ekki neitt. Voru ekki búnir að kynna sér neitt hvað er í boði á svæðinu og ekki búnir að skoða hvar þeir ætluðu að gista. Þeir skildu til dæmis ekki afhverju það var eitthvað mál að fara í ferð til Kverkfjalla, hvort þeir gætu ekki bara farið sjálfir á jeppa, og skildu samt eiginlega ekki hvað væri að sjá þar. Ég var eitthvað að útskýra fyrir þeim allan jarðhitan og eldstöðvarnar undir jöklinum og hvernig hægt væri að sjá þessar miklu andstæður hita og kulda í Kverkfjöllum. Þeir héldu þá að það væri bara stanslaust eldgos og goshverir út um allt og vildu endilega sjá það!
Þeir voru með póstkort af einhverjum íshelli og spurðu mig hvernig þeir gæti farið í þennan helli og hvort það væri ekki hótel hjá þessum íshelli því hann væri svo flottur. Þeir voru ekki alveg að skilja að jökull er ís sem bráðnar..
Ég kynnti þeim að lokum hvað væri í boði og gat á endanum bókað fyrir þá tvennskonar ferðir á jökul og gistingu í tvær nætur. Þeir héldu samt í alvörunni að þeir myndu sjá bara allt sem er á öllum póstkortum og myndum í einni þriggja klukkustunda ferð..
æh greyin. þeir voru agætir. Mjög kurteisir og mikið fyrir snertingu. Alltaf að taka í hendina á mér og klappa mér og þakka mér fyrir.. Soldið skrítnir, en ágætir. Fóru mjög ánægðir út og spenntir fyrir næstu dögum.

Há emm

Jamm…Þýskarar unnu. Svosem ekki skrýtið. Heppnir kannski. Kosta Ríku kallarnir góðir. Betri en Klinsman bjóst við. Léleg vörn hjá þýskurum. Stálið hélt samt. Svignaði soldið en brotnaði ekki. Bíð spenntur eftir Equador og Póllandi. Spái 1 – 2.

Ég skal segja ykkur það…

HM bara byrjað og ég er að missa af opnunarleiknum!! Hversu glatað er það?? Það hefur bara ekki gerst síðan ég man eftir mér. Þetta er uppáhalds sjónvarpsefnið mitt og ég er bara að missa af þessu. Missti meiraðsegja af opnunarhátíðinni. Ég verð samt að segja að ég er ekkert sérlega óhress með það. Það er ekki varið í neina opnunarhátíð sem Samúel Örn er ekki að lýsa. Hann á ófáa gullmolana þegar hann er að lýsa búningum og dansatriðum og sögunni á bakvið. Það er óborganlegt. Sammi.. sem er svo bara frammari. jahérna.
En já. HM. Æ lovitt. Held með Ítalíu að sjálfsögðu. Eins og alltaf. Það verða alltaf allir svo hneykslaðir á mér þegar ég segist halda með þeim. “þeir spila ömurlega leiðinlegan fótbolta” .. “eru ekkert nema sýndarmennskan” .. “þeir skora eitt mark og pakka svo bara í vörn” .. “þeir hugsa meira um að greiða sér en að spila fótbolta” .. “þú heldur bara með þeim því þeir eru svo sætir” .. Ýmislegt fleira í þessum dúr fær maður að heyra. Mér er alveg sama. Ég byrjaði að halda með Ítalíu þegar ég var lítil stelpa, þegar ég og Kolla systir horfðum alltaf á ítalska boltann þegar hann var sýndur á stöð tvö. Ég legg það nú ekki í vana að skipta um lið. Held bara með mínu liði sama hvernig gengur. Hvort sem liðsmennirnir eru sætir eða ljótir, spili varnarleik eða sóknarleik. Ég held bara með þeim. Kolla skilur mig. Við erum saman í liði.
Það er nú smat ótrúlega algengt að strákar haldi að stelpur horfi á fótbolta bara til að horfa á fallega karlmenn í góðu formi hlaupa. Það er ótrúlega mikill misskilningur. Það er nú enginn karlmaður það ómótstæðilega fallegur – tjah.. nema kanski Pétur – að nokkur kvenmaður haldi það út að horfa á hann í 90 mínútur bara til að dást að fegurð of limaburði.
En já… ígs! HM er byrjað!!!