Monthly Archives: January 2007

Væni pistillinn

Jæja, hvert vorum við komin?
Já, alveg rétt, það kom nýtt ár. Við vorum á Hornafirði um áramótin og tókum á móti nýja árinu í faðmi fjölskyldunnar og Ketillaugafjalls. Vöknuðum á nýársmorgun í himneskri sól og einstakri Nesja-blíðu. Ekki hægt að hugsa sér ferskari byrjun.
Fyrsti stóratburður ársins var brúðkaup Árna Gríms frænda míns og Steinunnar hans í Dómkirkjunni. Þegar þau voru orðin hjón var stórkostleg veisla á Hótel Borg. Ég og Pétur nýttum okkur þessa mögnuðu veislu vel og dönsuðum eins og lífið ætum að leysa. Ótrúlega gaman.
Eftir þetta skemmtilega kvöld tók við alvara lífsins. Eldhúsið. Já við rústuðum eldhúsinu okkar algjörlega. Hentum því fram af svölunum í orðsins fyllstu merkingu. Keyptum nýja innréttingu, ísskáp, UPPÞVOTTAVÉL, kork á gólfið, flísar á vegginn og svo byrjuðum við að byggja með hjálp góðra manna. Núna er farið að síga á seinni hluta þessara framkvæmda, við erum byrjuð að nota eldhúsið, búin að prófa að elda á nýju eldavélinni, búin að þvo í nýju uppþvottavélinni og búin að borða cheerios við nýja barborðið í nýju barstólunum. Það sem eftir er að gera er svossem ekki mikið. Eigum eftir að flísaleggja milli skápa, leggja listana, kaupa ljós og gufugleypi. Einnig er markmiðið að kaupa eitthvað fínt borðstofuborð inní stofu og stóla svo við getum nú boðið ykkur í kaffi!
Hvað get ég svosem sagt meira? Eldhúsið okkar verður flottara en ég hefði getað ímyndað mér! Ég er svo haaaaaaaaamingjusöööööööm eheheehehe :o)
Myndir eru væntanlegar á myndasíðuna.. stay tuned!