Monthly Archives: November 2007

Teppelsi

Jámm.. við erum veðurteppt í Reykjavík. Ætluðum að bruna af stað til Hornafjarðar í dag eftir hádegið en þá var bara ófært og lokað og óveður og allskonar. Við erum ekki enn lögð af stað. Nenntum ekki að æða í eitthvað brjálæði í myrkrinu. Í staðinn ætlum við bara að tékka á ástandinu í fyrramálið og æða í brjálæðið og myrkrið vel útsofin. Við meikum það í afmælið hennar Matthildar í tæka tíð. Kúvahhh.. við förum í ammælið.

Ég notaði tímann í veðurteppelsinu og keypti mér partýdress. Pési var svo sniðugur að fá úborgað (og gaf að sjálfsögðu konunni sinni vasapening), þannig að ég bara skellti mér í verslunarleiðangur (okkur konum finnst það nefnilega svo æðislega skemmtilegt) á meðan Pétur fór og setti nýjar bremsur, rúðuþurrkur og lét smyrja bílinn (því karlar hafa svo mikinn áhuga á bílum eins og allir vita). Svo fengum við okkur kvöldmat á Serrano í Smáralindinni. Án efa besti skyndibitinn sem í boði er á landinu. Án efa! Algjör snilld! Líka besta guacamole sem hægt er að fá. Það er sko ekkert sparað í matinn á Serrano. Frábært hráefni og bara mongó gott!!

Var þetta ekki góð auglýsing hjá mér??

Núh.. í gærkvöldi fórum við Pési svo á aðventutónleika hjá Kvennakór Reykjavíkur. Kolla mín, sem deilir titlinum “besta og sætasta stórasystir fyrr og síðar með henni Hrafnhildi minni, er í kórnum og söng eins og engill og bar af öllum hinum konunum. Hún söng meiraðsegja eiginlega einsöng og stóð sig ótrúlega vel og var bara langflottust að öllu leiti. Ég hefði bara þurft að taka með mér vasaklút ég var svo montin litla systir!

Svo vil ég óska Pésanum til hamingju með leikinn, good game.. þú rústaðir þessum poppöpp! úje..

gúrkutíð?

Ég held nú síður.. bara eilítið upptekið fólk.
Ég var að prófa eitt í fyrradag þegar ég var heima hjá mér allan daginn með dúndrandi hausverk og illt í maganum og ekkert betra að gera. Þá prófaði ég að búa til myndaalbúm á .mac reikningbum mínum. Ég er með svona 60 daga prufukeyrslu á þessu og út af því að þetta kostar þá vildi ég athuga hvort þetta væri eitthvað sniðugt áður en ég borga. Viljið þið prófa? Lykilorðið er það sama og í hinu albúminu en notendanafnið er kurbitur.
Endilega allir að prófa og skoða nýjar myndir í leiðinni. Svo verðið þið þið að sjálfsögðu að segja hvort þetta sé að gera sig eða ekki. Ég meina.. það kostar $99.95 að skrá sig í ár fyrir 10gb blássi og allskonar aukadóti sem er mega sniðugt en samt ekki gefins skiljiði?

ræræræ

éggetsvosvariða… ekki ætla ég að fara að ræða mikið um þessa herra ísland keppni sem vill svo skemmtilega til að er í sjónvarpinu núna akkúrat á meðan ég er að bíða eftir að pétur og glói komi inn svo ég geti farið að sofa.. nú er herra ísland bara að baka pönnsur og roðfletta fisk. já og raða húsgögnum á sviðinu og leggja á borð í miðri tískusýningu. ji hvað þeir eru allir vel vaxaðir og appelsínugulir. Einn fór að skæla yfir titanic.. ég skil það vel. það var nú átakalegt þegar gömlu hjónin kúrðu sig í rúminu þegar dallurinn sökk. Sumir eru nú ansi góðir að baka pönnsur, það myndi ég nú líka segja að væru lágmarkskröfur til Herra Íslands.. svo ganga þeir líka allir í oroblu. greyin.. mér finnst þessir gaurar alltaf vera svo mikil grey. Fæ aldrei skilið hvað fær fólk til að taka þátt í svona.. hvorki stelpur né stráka. Þetta er svo ótrúlega öm..
á morgun er ég að fara að búa til konfekt… jess pési grallaraspói og glói litli vinur hans eru komnir in :o)