Monthly Archives: May 2006

Afmælisbarn!

Elli, skrítni “litli” bróðir minn á afmæli í dag. Ekki nóg með það þá var kláraði hann grunnskólann líka í dag. Sannkallaður stóráfangi í lífi ungs manns.. jájájá
Til hamingju með daginn elsku Elías Tjörvi!

Þessa stórglæsilegu ljósmynd tók ég sjálf af honum Ella mínum þegar hann var lítill gutti. Ekki nóg með það, heldur framkallaði ég hana líka sjálf í svona alvöru framköllunargræju og dífði ofan í allskonar bakka með allskonar vökvum og þannig í herbergi með rauðu ljósi. Gaman að segja frá því :o)

Eruð þið hress?

Jæja þá..
Er bara í ágætu geimi hérna á uppeldisstöðvunum. Hef það ljómandi gott. Er byrjuð á fullu í nýju vinnunni minni og finnst hún bara nokkuð skemmtileg, og verður bara skemmtilegri þegar traffíkin eykst og orðaforðinn kikkar inn. Getur verið ótrúlega erfitt að útskýra einfalda hluti þegar mann vantar réttu orðin..
Annars eru allir hressir.. Ég er hress, Elli er hress, mamma er hress, pabbi er hress, toggi er hress. allir hressir.
Borgarstjórinn er ekki hress. Borgarstjórinn er plebbi.

Persónulega fréttabréfið

Sæl og bless!
Svaka stuð á minni hérna í Hornafirðinum. Er enn og aftur orðin “grasekkja” hérna fyrir austan. Alltaf sami þvælingurinn á mér. Ætla að vera hérna í sumar og vinna, að þessu sinni á jöklasýningu og upplýsingamiðstöð ferðamanna. Er bara nokkuð spennt fyrir því. Mætti á vinnufund í dag og þetta leggst bara nokkuð vel í mig. Byrja á morgun með því að fara í ferðalag um sveitafélagið og kíkja á alla þessa helstu ferðamannastaði og þjónustur víðsvegar. Verður örugglega gaman. Held meira að segja að ég fari loksins í siglingu um Jökulsárlón, því þó svo að ég hafi keyrt þar fram hjá milljón sinnum þá hef ég aldrei tímt að splæsa í bátsferðina eða aldrei gefið mér tíma. Maður er ekkert voðalega mikið fyrir að stoppa á leiðinni þegar maður er að ferðast hérna á milli, eins og þið mörg þekkið.

Dvölin hérna fyrir austan hefur verið ansi skemmtileg hingað til, þrátt fyrir vetrarveðrið. Stóri Litli bróðir útskrifaður með glans og sló hann upp þessari líka veglegu útskriftarveislu á laugardaginn sem breyttist svo í Eurovision partý þegar leið að kvöldi og í dansiball í stofunni þegar leið á nóttina. Mjög mikið fjör og fólk alveg í banastuði. Vöknuðu margir með ansi mikla strengi aftan á hálsi daginn eftir, en að sama skapi með mjög litla flösu.. Mikið af rokkurum hérna í Hraunhólnum 😉

Fjörðurinn sem kenndur er við Horna

Aahhhhh….Þögnin er yndisleg. Nývaknaður á Hraunhólnum og það er algjör þögn. Heyrist bara gnauðið í vindinum úti. Yndislegt. Við erum semsagt lent á Hornafirði til þess að vera viðstödd þegar Þorgrímur útskrifast. Jájájá…það gekk bara vel á leiðinni, leiðinda rok samt. Já og SNJÓKOMA á Skeiðarársandi. Alltaf hressandi. Maður vissi ekki alveg hvað var að gerast. Það er svona nettur geðklofi í veðrinu á Íslandi eins og flestir vita sem hafa búið hérna lengur en í viku. Ábyggilega geggjað stuð að vera veðurfréttamaður. Alltaf eitthvað nýtt….eða svona mismunandi útfærslur á þessu sama gamla.

Dósakerling

Það er ég.
Ég var að taka til niðrí geymslu áðan. Tók saman allar dósirnar og flöskurnar, sorteraði og taldi í poka. Þetta tók alveg einn og hálfan tíma og var alveg hellings púl. Svo fór ég í endurvinnsluna og skilaði draslinu. Svo fékk ég útborgað!. Ég græddi 4041 krónu! það er enginn smáræðis hellingur. Ágætis laun fyrir að taka til eftir sjálfan sig.

Fórum í gær á tónleikana og það var algjört æði!
Þau voru öll frábær. Slowblow voru meiriháttar, miklu skemmtilegri en ég bjóst við. Smog stóð alveg undir væntingum og rúmlega það. Joanna Newsom var stórkostleg. Hún er alveg stórkostlega mögnuð. Pínkulítil og sæt og eiginlega ekki hægt að hlusta á hana óbrosandi. Mér finnst líka magnað hvernig það er hægt að hamast svona á hörpunni eins og hún gerir og syngja um leið. Það er alveg ótrúlegt að sjá þetta. Hún spilaði þrjú ný lög sem voru öll mjög góð, en kanski full löng. Örugglega rúmar 10 mínútur. Pétur dottaði meira að segja í lengsta laginu (hann sofnar nú alltaf í kirkju hehehe) sem var næst síðasta lagið. Kanski engin furða.. mjög rólegt andrúmsloft í kirkjunni og fólk farið að sitja og liggja á gólfinu. Tónlistin róleg og seiðandi. Ekta tónlist til að kúra við. Frábærir tónleikar alveg!

Tónleikar í kvöld

Jibbý!
Joanna Newsom, Smog og Slowblow í kvöld í Fríkirkjunni. Hlakka mjög mikið til. Hlakka mest til að sjá Smog. Hann er algjört yndi. Við erum bara nýbúin að fatta hann og búin að hafa hann í eyrunum síðan. Það var eitthvað sem small.

Flottur Smog. Hann heitir samt held ég Bill. Hann er líka kærastinn hennar Joönnu Newsom. Hlakka til í kvöld :o) Jibbý!

Rassgat

Skellti mér á skemmtilega síðu sem býr til slagorð úr orðum sem þú skrifar. Ég ákvað að prófa hið margnotaða og stórskemmtilega orð “rassgat” og hér eru nokkur sýnishorn sem komu.

Pure Rassgat.
Poppin’ Fresh Rassgat.
It’s A Bit Of A Rassgat.
Tastes Great, Less Rassgat.
You’ll Wonder Where the Yellow Went, When You Brush Your Teeth with Rassgat.
Grab Life by the Rassgat.
Exceedingly Good Rassgat.
Let Your Fingers Do the Walking Through the Rassgat.
The Curiously Strong Rassgat.
Better Living Through Rassgat.
Your Rassgat, Right Away.
I’d Walk a Mile for a Rassgat.
Loves the Rassgat You Hate.

Eins og má lesa þá er þetta alveg bráðfyndið og stórskemmtilegt…