Monthly Archives: November 2004

ég er með smá hnút í maganum. ég er að fara að halda fyrirlestur á eftir og er eiginlega smá stressuð. það er magnað þetta stress, ég verð alltaf stressuð alveg sama þó ég sé vel undirbúin eða ekki.. frekar pirrandi.

annars er gott að vita að görn er ennþá með sama góða húmorinn 🙂

Helgi framundan..

Ekkert sérstakt planað annað en að læra. Þarf að gera annan fyrirlestur. Vona að viðfangsefnið verði auðveldara en síðast. Þá var ég bara allsekki að skilja.. Ég á vonandi eftir að massa þetta! Þegar þessi fyrirlestur er búinn þá er bara eftir ein ritgerð og eitt próf og þá er ég búin með þessa kúrsa. get ekki biðið..

Ég hitti systur mínar báðar í gær í hádegismat. Það var notalegt.. það er eitthvað svo ótrúlega þægilegt að hitta systur sínar og spjalla, maður verður einhvernveginn hressari og skarpari á eftir. get ekki alveg útskýrt það, en það er svo gott að vera ein af systrum.

Kemst ekki í vinnuna. Allt á kafi í reyk. Vona bara að enginn hafi meiðst í þessum bruna. Það var náð í mig áðan og við reyndum að komast niðrí Mata en við gátum gleymt því. Allstaðar var lokað og enginn vissi hvenær það yrði opnað. Maður verður bara að bíða….

Já….þetta var stórkostleg upplifun þetta gærkvöld. Ekki nóg með að það var fullt af fólki, heldur ældi ein í eitt hornið á staðnum og hver annar en undirritaður þurfti að þrífa það upp. Nú…..svo stíflaðist karlaklósettið og ég sendur af stað til að redda því. Í þessu klósetti kenndi ýmissa grasa. Fer ekki nánar útí það. Þetta var semsagt í einu orði sagt SKELFILEGT kvöld. Þetta lagaðist nú alveg heilan helling þegar ég opnaði ÍSkaldan DAB. Ahhhhhhh…..það hressti nú aldeilis. Jafnvel meira en Bragakaffið og er það nú djöfull hressandi. Já gott fólk…ekki tekið út með sældinni að vera dyravörður í miðbæ Reykjavíkur.

Fór í fýluferð í morgunn. Vaknaði, var skítkalt og ennþá með hálsbólgu. átti að mæta í tíma klukkan 9.40. skítkalt úti og bíllinn ennþá á sumardekkjum og grafinn unndir fannfergi á bílastæðinu. djöfull langaði mig að skrópa.. ætlaði að skrópa.. en þá vaknaði einhver rödd í hausnum á mér sem dreif mig á lappir og út í sktrætóskýli. þegar ég kom svo í skólann þá var enginn tími. kennarinn hvergi sjáanlegur. frábært. ég reyndi nú samt að gera eitthvað til þess að nýta ferðina en var ekki með neitt með mér sem ég gat lesið. bara blýant og glósubók. eftir að ég var búin að væflast eitthvað um háskólasvæðið, skreppa í bókhlöðuna og fá mér bókasafnsskírteini ákvað ég nú að taka strætó aftur heim. ég beið í 40 mínútur eftir vagni númer 111.. í skítakulda. það var kona sem reykti þrjár rettur inni í strætóskýlinu á meðan ég beið þar. ég fékk hausverk. þegar 111 kom loksins hafði hann víst á árekstri á leiðinni til mín og seinkað um einn hring.. næst þegar mig langar að skrópa þá skrópa ég sko án þess að fá samviskubit.

Ég er að gera fyrirlestur.. þetta verður held ég algjört disaster. Skil ekki neitt í greininni sem ég á að halda fyrirlestur um og hún er ekkert nema endalausar útskýringar á einhverjum smáatriðum og ekkert nema skammstafanir og formúlur og endalaust kjaftæði.. ég er að fríka út. eins og ég segi, þetta verður disaster. Fjúhh hvað það verður fínt þegar þetta verður búið. Mér er skítsama þótt að þetta verði disaster, bara að ég geti farið að gera eitthvað annað..

.. út í aðra sálma. Toggi og Chloé eru komin til landsins frá Belgíu. gaman að segja frá því. þau komu á fimmtudaginn. Einmitt sama dag og ég þurfti að fara til Möggu tannsa og láta fjarlægja eitt stykki endajaxl úr mér. Það var nú meira.. var að drepast í munninum á eftir. Til að toppa þetta fékk ég svo gubbupest á föstudaginn. á laugardaginn kíktum við i heimsókn til mömmu og pabba sem voru í sumarbústað rétt hjá selfossi. fengum vögglur með kaffinu þar.. í gær var svo afmælisveislan hennar Sunnu sætu sem verður tveggja ára á morgunn. það var rosa gaman, öll fjölskyldan mætt saman í fyrsta skipti í langan tíma..

.. núna verð ég samt að halda áfram með fyrirlesturinn.. vildi að ég gæti spólað fram hjá þessum disaster fyrirlestri.. arg

Enn og aftur vil ég benda á þessa frábæru snilld sem leynist á myndasíðunni okkar. Þar fer Einar Ofurhugi á kostum! Ekki vera skver, smelltu á Einar Ofurhuga og skoðaðu snilldina…

E.S. Ekki vera feimin við að kommenta….