Monthly Archives: March 2007

Fiskur í grænmetissósu

Þetta þarftu: 800gr fiskflök, 200gr sveppir, 1/2 dós kurlaður ananas í eigin safa, 1msk olía, 1 laukur, 1/2 blaðlaukur, 2 gulrætur, 1 græn paprika, 1 rauð paprika, 125gr smurostur (t.d. sveppa), 1 1/2dl léttmjólk, salt, pipar aða sítrónupipar, paprikuduft, karrí, fiskteningur (ef maður vill), hrísgrjón.

Svona gerirðu: Roð- og beinhreinsið fiskinn og sneiðið sveppina. Leggið fiskinn í eldfast mót og setjið ananasinn yfir hann og sveppina líka. Saxið og skerið grænmetið og léttsteikið á pönnu. Saltið og piprið. Bætið ostinum útí og bræðið hann. Hellið svo mjólkinni útí. kryddið svo með paprikudufti og karrýi og setjið teninginn útí ef ykkur finnst það vanta. Hellið svo sósunni yfir fiskinn og skellið þessu svo í ofninn á 200° og bakið í hálftíma. Á meðan þetta bakast þá er upplagt að sjóða grjón!

Að lokum: Þetta kom á óvart, bjóst ekki við því að þetta væri svona gott! Uppskriftin er fenginn úr bókinn Af bestu lyst nr1 og í henni stendur að í hverjum skammti (uppskriftin er fyrir 6) séu ekki nema 278 hitaeinigar! Næst þegar ég elda þetta þá ætla ég að prufa að hafa einhvernveginn öðruvísi grænmeti, pottþétt brokkolí. Mér fannst það eiginlega vanta. Svo held ég að það sé líka gott að hafa með þessu cous-cous. Ég ætla að prófa það næst. HB

Vinnandi

Þá er ég búin að vinna í tvær vikur í nýju vinnunni minni. Það er soldið stressandi og tímafrekt að byrja í nýrri vinnu og algjörlega breyta um rútínu. Þessa síðustu daga hef ég…
…eiginlega ekkert hlustað á tónlist. Það þykir mér mjög miður. Vinnan mín bíður nefnilega ekki uppá að maður sé lokaður af með iPodinn sinn. Ég sakna þess að hlusta mikið á tónlist.
…Kynnst alveg helling af fólki sem flest allt er bara nokkuð hresst.
…Ekki gert mikið af húsverkum. Ég á svolítið erfitt með að finna tíma til þess að taka til, þvo þvott og fleira í þeim dúr. Það kemur.
…Vaknað við vekjaraklukku. það er ekki eins erfitt og ég hélt. Eiginlega bara ekkert mál.
…hugsað rosalega mikið um ýmislegt varðandi ferðamenn og hvað ferðamenn gera á íslandi.
…Farið út úr húsi snemma á morgnana, vel greidd og tilhöfð.
…Ekki talað mikið við neinn nema fólkið í vinnunni. Jú og Pétur.
…Verið ágætlega dugleg að mæta í leikfimi eftir vinnu, sem veldur því að ég er ekki komin heim fyrr en um kvöldmatarleitið, sem aftur veldur því að ég nenni ekki að taka til.
…Farið út að borða með öllum í vinnunni á veitingastaðinn Domo. Þetta var á föstudaginn. Það var fínt. Eiginlega bara nokkuð gaman. Var smá stressuð. Sem olli því að ég drakk soldið meira vín en ég geri vanalega, sem svo olli því að laugardagurinn var erfiður dagur sem ég vil sem fyrst gleyma.

Nú er sunnudagur og helgin að verða búin. Vinnuvika framundan og svo meira djamm næstu helgi. tæm flæs..

Langur tími enginn sjór..

..eins og maðurinn sagði.

kúrbíturinn lifir. húrra, húrra, húrrrraaaa!!! Greyið okkar gamla, serverinn, er greinilega alveg ótrúlega lífseigur. Seigur já.. Hann hangir uppi á lifnipillum einum saman og á helling inni enn (sjöníuþrettán).

Til þess að halda upp á lífsgleðina höfum við ákveðið að tilkynna sigurvegarann í slagorðakeppninni. Dómnefndin átti erfitt starf fyrir höndum að velja úr þvílíku magni af tillögum sem áhugasamir kúrbítselskendur sendu inn til keppninnar. Eftir miklar vangaveltur var það einróma álit dómnefndar að Björn nokkur Görn væri vel að sigrinum kominn. Slagorð Björns Görns segir það allt. Það lýsir sérstaklega skilmerkilega öllu því sem kúrbíturinn stendur fyrir, sannleikanum eina sem hafa ber að leiðarljósi þegar kúrbíturinn er lesinn. Framvegis mun þetta slagorð birtast lesendum á toppi kúrbítsins, þeim heiðursstað.

Að launum fyrir frábæra hugmyndaauðgi sína hlýtur Björn Görn að sjálfsögðu kúrbít og er það mesti heiður sem nokkrum lesenda kúrbítsins getur hlotnast. Verðlaunin verða afhent í kyrrþey.

Jæja krakkar..

Þið segið þetta..
Tókuð þið eftir því að Ofurpésinn lét í sér heyra? Hann hafði ekkert hátt kanski, en hann er allavega með smá líf eftir í pikk-puttunum.

Fór í dag í Heimilistæki og gerði fjórðu tilraun til að kaupa einn forláta (forljóta öxi) gufugleypi. Og viti menn, það heppnaðist! Við eigum gufugleypi! jibbý! hannn verður settur upp um helgina og þá munum við væntanlega líka reyna við flísarnar mínar gulu og fallegu.

Ég fór líka í ljósaleiðangur. Ætlaði að finna hin fullkomnu loftljós í eldhúsið til að leysa rússana mína af. Sá leiðangur bar ekki árángur. Hin fullkomnu loftljós er erfitt að finna.

Í IKEA fann ég aftur á móti allskyns nauðsynjar sem ég vissi ekki að væru nauðsynjar fyrr en ég eignaðist uppþvottavél. Þá kom nefnilega í ljós að við áttum alltof lítið af glösum og hnífapörum og svoleiðis. Einhvernveginn var alltaf allt skítugt í uppþvottavélinni sem þó var langt frá því að vera full. Þannig að til þess að þurfa ekki að taka hlutina skítuga úr vélinni og vaska þá upp á gamla móðinn til að nota þá (og þar með eyðileggja tilgang lífsins fyrir uppþvottavélinni) þá reyndist nauðsynlegt að eiga slatta í viðbót af eldhúsdóti til þess að geta fyllt vélina án þess að klára allar teskeiðar og öll glös.. fattiði? Keypti líka svaka fín kerti og kertastjaka og gerviblóm í IKEA til þess að skreyta fína eldhúsið mitt þegar flísarnar eru komnar upp. Oooohh það verður svo fííííínt!!!

Á leiðinni heim

Var á leiðinni heim áðan í bílnum mínum. Skipti um útvarpsrás svona 700 sinnum á leiðinni. Allt gott og blessað með það. Á þessum 700 útvarpsstöðvum þá var alltaf verið að tilkynna mér á hvaða rás ég væri að hlusta. Ég veit að ég er að hlusta á Bylgjuna þegar það stendur á útvarpinu mínu “Bylgjan”. Ég kann að lesa. Veit líka hvaða rásir ég er með í minninu á útvarpinu mínu. Það hefur allavega ekki gerst að ég hafi verið gapandi af undrun þegar mér er tilkynnt að ég sé að hlusta á exið.