Monthly Archives: April 2007

.. og dugnaðurinn heldur áfram!!

ef þið vitið ekki hvað þið eigið að hafa í kvöldmatinn þá er um að gera að kíkja á minn stórglæsilega uppskriftavef. Ég var að bæta inn ótrúlega góðum rétti. Ég er núna að elda nýjan rétt sem ég hef aldrei eldað áður og að baka massabrauð kollusaetu með. Ef rétturinn verður nógu góður til að ég vilji muna eftir honum þá er aldrei að vita nema ég setji hann bara líka á vefinn. Ég er algjört ofurkvenndi í dag 🙂
túrílú

Mörg gé


jæja, hún er aldeilis fyrirferðarmikil blogggleðin á þessum bæ! vá mörg gé! hehe

Ég var að setjast eftir stanslaust púl síðan ég vaknaði klukkan hálf tíu í morgun. Byrjaði á því að fara í ræktina með Kollu minni. Loksins mætti Kolla aftur í ræktina eftir tveggjavikna útstáelsi. Það er svo þúsundsinnum skemmtilegra að fara í ræktina þegar Kolla er með. Við fórum í 75 mínútna pallatíma, alveg geggjað stuð. Að vísu var slökt á gufubaðinu þannig að við fengum ekki alveg allt kikkið en þetta var samt frábær byrjun á sunnudeginum. Þegar ég kom heim fór ég út á svalir og tók netta vorhreingerningu á þeim. Þreif borðið og stólana og grillið og gluggana og sópaði. Þreif líka gluggana að innan og á meðan þessu stóð setti ég líka í tvær þvottavélar. Öflug?!??! tjá..

Nú er ég semsagt að slaka á efir öll þessi þrif og þvotta. Er samt ekkert svakalega slök. Komin með nettan spennuhnút í magann yfir leiknum á eftir.
KOMA SVO CHICAGO BULLS!!!
(chicago bulls veifaaaan!!)

Fiskur í spænskri tómatsósu

Þetta þarftu: 700-800gr þorskflök, roðflett (eða t.d. ýsa), pipar, salt, 1 sítróna, 1 msk olía, 1 msk smjör, 200gr risarækjur, nokkur basilíku blöð. Spænsk tómatsósa: 4 tómatar, vel þroskaðir, 1 rauður fræhreinsaður chili, 25gr afhýddar möndlur eða kasjúhnetur, 4 hvítlauksgeirar, 1 msk rauðvínsedik, 150ml vatn, 1 tsk grænmetiskraftur, 1 tsk paprikuduft, pipar, salt

Svona geririðu: Skerið fiskinn í stykki og leggið á disk. Kryddið með salti og pipar á báðum hliðum. Rífið börkinn af sítrónunni yfir, skerið svo sítrónuna í tvennt og kreistið safann úr öðrum helmingnum yfir fiskinn. Látið standa á meðan sósan er búin til. Sósan: Saxið tómata og chili gróft og setjið í matvinnsluvél ásamt möndulum, hvítlauk og ediki. Látið ganga þar til allt er orðið að mauki. Setjið þá í pott, bætið við vatni og grænmetiskrafti. Kryddið með paprikudufti, salti og pipar og látið malla við hægan hita í um 10 mínútur. Smakkið og bragðbætið eftir þörfum. Hitið olíu og smjör á pönnu og steikið fiskinn við góðan hita í um 2 mínútur á annari hliðinni, snúið honum svo við og steikið í um 1 mínútu á hinni hliðinni. Bætið þá rækjunum við og steikið þær þar til þær hafa breytt lit á báðum hliðum. Hellið tómatsósunni á pönnuna og látið malla þar til fiskurinn er rétt soðinn í gegn en alls ekki lengur. Rífið basilíku blöðin yfir og berið fram strax.

Kokkurinn sestur til borðs 🙂

Að lokum: Algjör uppáhalds fiskur. Þetta er uppskrift úr einhverjum gestgjafa og ég smakkaði þetta auðvitað fyrst hjá pabba eins og svo margt annað sem mér finnst gott. Ótrúlega gott að drekka með þessu gott hvítvín eða jafnvel rauðvín og borða massa brauð kollusaetu með. Ég á ekki neina matvinnsluvél en saxa bara allt í sósuna smátt og það svínvirkar. Ég hef bæði notað soðnar og hráar risarækjur. Ef ég nota soðnar þá set ég þær útí í lokin og læt þær hitna aðeins í sósunni, steiki þær ekkert enda eru þær þegar soðnar ;-) Þetta er ótrúlega ferskur og sumarlegur réttur. Chilibragðið og sítrónan og krönsí möndlur eru alveg að smellpassa saman. Hrikalega gott! Á myndinni er ég einmitt að fara að gæða mér á þessum frábæra rétti á föstudaginn langa og að þessu sinni er cous cous með. HB

Bloggandinn kom yfir mig

Hefur bloggandinn bara yfirgefið mig?
Það er von maður spyrji sig að því.. kúrbíturinn var farinn að sakna mín allsvakalega. Nú er ég aftur mætt. svonasvonakallinn..

Ég er bara eldhress. Mikið að gera í vinnunni, mikið að gera í ræktinni og mikið að gerast bara. Æðislegir páskar búnir. Stóri bróðir kominn og farinn. Sá hann aðeins bregða fyrir, ekki nærri nógu lengi samt en lítið er mun betra en ekki neitt. Frábær árshátið saumaklúbbsins er líka yfirstaðin. Ótrúlega skemmtileg og vel heppnuð. Frábær matur og frábær félagsskapur og allt bara mjög frábært. Eldhúsið bara eiginlega tilbúið, flísarnar komnar upp og fúgan í. það er bara orðið ó svo fínt eldhúsið mitt. Komið mjög fínt borðstofuborð inní stofu og fjórir fínir stólar. Svona lítið borð sem er hægt að stækka og láta fólk sitja og borða. ótrúlega sniðugt. Við prófuðum þetta um páskana. Elduðum pésakássu og bökuðum brauð og buðum Heimi, Konný, Heimi Konráð, Kristjáni Erni og Shahid Ómari í hádegismat. Það fengu allir sæti. Við sama borð. Mjög skemmtilegt!

Ég er nýkomin heim úr vinnunni. Er að fara að baka franska súkkulaðiköku til að taka með í vinnuna á morgun. Ég á víst að sjá um föstudagskaffið. Ótrúlegur þessi vinnustaður. Það eru endalausar kökur og súkkulaði og sætabrauð. Mjög gott og allt það. Samt frekar hvimleitt þegar maður er á lokasprettinum í kjörþyngdina. Hjálpar allavega ekki get ég sagt ykkur. Á morgun erum við líka að fara í vorgrill í nýju vinnuna hans Péturs og svo eru tónleikarnir sem ég er búin að vera að bíða eftir í margar vikur annað kvöld klukkan tíu. ígs! ég hlakka ótrúlega til…

tjá.. hey! sáuð þið Birki frænda minn framan á Blaðinu í gær! ótrúlega langflottastur :o)

Cream of mushroom soup**

Hellú. Gott að vera í páskafríi. Fannst samt soldið skrýtið að geta farið í keilu á föstudaginn langa. Hérna áður fyrr var þetta alveg svakalega rauður dagur. Maður sat bara heima, hlustaði á messu og spilaði ólsen ólsen. Nú er öldin önnur (í orðsins fyllstu) og ekkert mál að skella sér í keilu, bíó eða bara hvert sem er. Annars sit ég bara hérna í stofunni og bíð eftir að Heiða komi úr ræktinni. Hún er svo dugleg….selska*. Við vorum að horfa á seinasta þáttinn í Prison break um daginn. Ég ætla að spara ykkur mikinn tíma og segja…..don´t bother.

Gleðilega Kúrbítspáska!!

*Þessi elska.

**Óþolandi þegar maður veit ekki hvað maður á að skíra færsluna sína.