Sunnudagur

Það er sko ekta sunnudagsstemning hérna í kotinu hjá okkur..  Pési er að læra, les og les eins og vindurinn.. Glói er komin í sumarskapið og slakar á í sólbaði á svölunum, fylgist með fólkinu í hverfinu, fuglunum sem fljúga framhjá, ruslinu sem fýkur á götunum, bílunum.. mesta stuðið er samt að sjá annan voffa.… Continue reading Sunnudagur

Published
Categorized as myndablogg

myndir..

..úr fermingunni hans Eiðs Tjörva eru komnar í myndaalbúmið. Skohh hvað ég er dugleg!

Published
Categorized as almennt

í dag er þetta svona..

Ég er að stíga uppúr gubbunni. Gubbupest. Þeirri sömu og er búin að hrjá stórfjölskylduna síðustu daga og vikur. Nú var komið að mér og ég er búin að standa mína pligt (plikt?) takk fyrir mig. Ég er mun minna pirruð en ég var í síðustu færslu.. enda er ég nýbúin að fá drekka dýrindis… Continue reading í dag er þetta svona..

Published
Categorized as almennt

Samfélagsmálin

Tveir dómar sem féllu sama dag..  Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar sex hundruð þúsund krónur í miskabætur. Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs… Continue reading Samfélagsmálin

Published
Categorized as pirringur

Á meðan ég man…

… ég setti inn myndir frá þrítugsafmælinu hennar Möttu og Fermingunni hans Gísla.. Ef ykkur vantar password, þá endilega bara senda okkur póst

Published
Categorized as almennt

Afrískur kjúlli

Gestakokkur – Helga Rún Helga Rún er gestakokkur að þessu sinni. Hún sendi inn, alla leið frá Álaborg, þessa frábæru kjúklingauppskrift! Takk fyrir það  Þetta þarftu: 4-5 kjúklingabringur, 2 msk matarolíu til steikingar, 3 pressaða hvítlauksgeira, 2 saxaða lauka, ½ tsk salt, 5 tsk hot Curry Madras, 2 tsk cumin duft, 1 tsk paprikuduft, ¾ tsk kanil,… Continue reading Afrískur kjúlli

Kjúklingasamloka fermingardrengsins

Gestakokkurinn er Kolla kollasaeta skrifar: úff.. eldaði kjúklingasamloku handa okkur í kvöld.. ætlaði í leikfimi en mig vantaði spark í rassinn.. og ákvað því að elda eitthvað gott.. og afþví að ég gerði mitt fyrsta fermingarthing í dag, ég keypti sálmabók með gyllingu, þá fékk fermingardrengurinn tilvonandi að velja kvöldmat og hann vildi kjúklingasamloku.. ég hef… Continue reading Kjúklingasamloka fermingardrengsins

Minningargrein

Ég man þegar ég fór og sótti þig. Ég skoðaði þig vel og vandlega og stóð í þeirri trú að enginn stæði þér framar. Ég hefði ekki getað haft meira rangt fyrir mér. Ekki leið á löngu þar til ég þurfti að fara moka peningum í þig. Það var nú ekkert varið í þig. Stundum… Continue reading Minningargrein

Published
Categorized as almennt

Tæknilegir örðugleikar

Já gott fólk. Eins og flest ykkar hafa séð þá hefur firefox ekki verið að virka sem skyldi. Til þess að laga þetta, svona tímabundið, þá hef ég smellt upp gömlu lúkki. Það stendur nú samt til að laga þetta algjörlega og fá þetta til að virka í þessum moðer firefox. Góðar stundir.