Monthly Archives: March 2008

Sunnudagur

Það er sko ekta sunnudagsstemning hérna í kotinu hjá okkur..

 Pési er að læra, les og les eins og vindurinn..Glói er komin í sumarskapið og slakar á í sólbaði á svölunum, fylgist með fólkinu í hverfinu, fuglunum sem fljúga framhjá, ruslinu sem fýkur á götunum, bílunum.. mesta stuðið er samt að sjá annan voffa.

Ég er bara að njóta þess að vera í fríi.. með öðrum orðum, ekki að gera neitt. Ég tók lambalæri uppúr kistunni í gær og ætla að úrbeina það á eftir og elda svo ömmu-gúllas í kvöldmatinn. Já, eða kvöldmatinn í kvöld, hádegismat á morgun og kvöldmat á morgun og kanski jafnvel líka í hádegismat á þriðjudaginn.. Heilt lambalæri dugar nefnilega tveimur meðaljónum/-gunnum eins og okkur alveg í margar máltíðir.. Sem er bara fínt, því eins og allir vita er ömmu-gúllas langbest upphitað, helst oft.

í dag er þetta svona..

Ég er að stíga uppúr gubbunni. Gubbupest. Þeirri sömu og er búin að hrjá stórfjölskylduna síðustu daga og vikur. Nú var komið að mér og ég er búin að standa mína pligt (plikt?) takk fyrir mig.

Ég er mun minna pirruð en ég var í síðustu færslu.. enda er ég nýbúin að fá drekka dýrindis kaffibolla og fá mér súkkulaðibita meððí. Eftir slíka meðferð er ég nú yfirleitt í mínu fínasta skapi. Ég er farin að hlakka mikið til sumarsins og við erum aðeins byrjuð að plana fríið. Planið er að byrja á að slaka á í sumarbústað í vor fara svo seinna í sumar á rúntinn um Vestfirðina sem ég hef aldrei augum litið. Kanski í haust skreppum við svo út fyrir landssteinana og heimsækjum einhverja skemmtilega borg þar sem hægt er að fá gott hvítvín. Aldrei að vita. Svo eru auðvitað einhver ættarmót og hittingar sem maður þarf að sýna sig á og sjá aðra.. verður örugglega nóg að gerast og ekki nógu margar helgar og frídagar til að gera allt sem mann langar að gera. Þannig er það alltaf..

Pésinn er að læra, ótrúlega duglegur. Glói borðaði allan matinn sinn, ótrúlega duglegur. Ég er líka ótrúlega dugleg.. ég er að blogga :o)

Samfélagsmálin

Tveir dómar sem féllu sama dag.. 

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar sex hundruð þúsund krónur í miskabætur.

Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, eina milljón og fimmhundruð þúsund í fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.

Sanngjarnt?

* * *

Annars er ég þokkalega hress.. soldið dösuð eftir páskafríið og fermingarveislurnar. Langar í sól og sumar.. allavega smá hita og engan snjó. Svo mega götusópararnir og ruslatínslu fólkið fara að láta til sín taka. Það má líka alveg fara að mála yfir þetta ógeðslega veggjakrot út um allan bæ. Reykjavík er skítug og sjoppuleg í dag…

Afrískur kjúlli

Gestakokkur – Helga Rún

Helga Rún er gestakokkur að þessu sinni. Hún sendi inn, alla leið frá Álaborg, þessa frábæru kjúklingauppskrift! Takk fyrir það :)

Þetta þarftu: 4-5 kjúklingabringur, 2 msk matarolíu til steikingar, 3 pressaða hvítlauksgeira, 2 saxaða lauka, ½ tsk salt, 5 tsk hot Curry Madras, 2 tsk cumin duft, 1 tsk paprikuduft, ¾ tsk kanil, 4 msk matarolíu, 2 msk púðursykur. Sósa: 1 dós niðursoðna tómata (nota vökvann), 6 msk soyasósu, 2 tsk edik, ½ tsk salt, 1 tsk pipar, 2 dósir hrein jógúrt (blandað út í í lokin) Meðlæti:4 msk kókosmjöl, 1 banani, rauðar og grænar paprikuræmur

Svona geririðu: Mýkja hvítlauk og lauk í olíu. Blanda þurra kryddinu saman við og hita vel með lauknum – ca. 1 min. Blanda 4 msk af olíu og 2 msk af púðursykri vel saman við. Láta í skál og kæla aðeins. Skera kjúklingabringur í strimla. Steikja á pönnu þar til kjötið er orðið hvítt að utan, blanda kjúklingi saman við kryddblönduna og láta bíða á meðan sósan er búin til. Þegar hún er búin til er öllu nema jógúrtinu blandað saman vel saman. kjúklingurinn er þá settur útí og hann látinn sjóða í 15 mínútur, jógúrtin er sett út í og látin sjóða með síðustu 5 mínúturnar. Meðlætið er gert þannig að þú ristar kókosmjölið á heitri og þurri pönnu og bætir svo bananabitum og paprikuræmum útá.

Að lokum: Með þessum rétti ber Helga Rún fram hrísgrjón og mango chutney. get ímyndað mér að þetta sé alveg Gebba gott.. namm kókos og bananar! Ótrúlega sneddí. Og nú þegar ég er búin að setja réttinn inn á þennan skemmtilega vef minn þá man ég pottþétt eftir að elda hann :)
Mér finnst að aðrir lesendur ættu að taka hana Helgu sér til fyrirmyndar og senda inn uppskriftir og hananú!

Kjúklingasamloka fermingardrengsins

Gestakokkurinn er Kolla

Gestakokkurinn og fermingardrengurinn á fermingardaginn

kollasaeta skrifar: úff.. eldaði kjúklingasamloku handa okkur í kvöld.. ætlaði í leikfimi en mig vantaði spark í rassinn.. og ákvað því að elda eitthvað gott.. og afþví að ég gerði mitt fyrsta fermingarthing í dag, ég keypti sálmabók með gyllingu, þá fékk fermingardrengurinn tilvonandi að velja kvöldmat og hann vildi kjúklingasamloku.. ég hef oft eldað svona samloku en í kvöld toppaði ég sjálfa mig.. sjitt hvað þetta var gott..

Þetta þarftu: tja eða það sem notaði í kvöld..kjúklingabringur, ca eina á mann, snittubrauð, æ þessi þarna frönsku, eitt á mann (það ætti allavega að duga en stundum borða mínir menn tvö :) , beikon, sveppir, iceberg, paprika, gúrka, tómatar, rauðlaukur, ólifuolía, hvítlaukur, kartöflur, fersk steinselja, ferskt rósmarín, hvítlaukskrydd. Hér er öllum frjálst að improvisera.. þetta er bara það sem ég notaði í kvöld..

Þetta gerði ég: Kartöfurnar skornar í báta og sett í eldfast mót, fersk steinselja og Rósmarín tjoppað smátt og stráð yfir og kryddað svo með hvítlaukskryddi, ólífuolíu helt yfir kannski ca 2msk. Þessu er öllu svo makað saman og bakað í ofni við 200° í svona 35-40mín. Kjúklingurinn kryddaður með góðu kjúklingarsteikarkryddi, skellt á sjóðandiheita pönnu í 3 mín á hvorri hlið, sett á grind og inn í ofn í 20 mín við 200°.Grænmetið sem þú ætlar að hafa með þessu er tjoppað þannig að það sé þægilegt að setja það á snittubrauð. Næst tók ég snittubrauðin, sker þau eftir endilöngu og þegar bringurnar og kartöfurnar eru tilbúnar set ég þau inn í ofn í svona 8 – 10 mín, þannig að helmingur sé við hliðina á helming.. á meðan læt ég kjúllan jafna sig græja beikonið og sveppina.. beikonsneiðarnar sker ég í tvennt, steiki þær og set þær svo á eldhúsrúllupappir til að taka mestu fituna. Sveppirnir eru skornir og steiktir upp úr smjöri/ólífuolíu og kryddaðir með salti og hvítlaukskryddi. Þegar bringurnar eru búnar að jafna sig smá eru þær skornar í sneiðar. Þegar brauðin eru til þá tek ég hvítlauksrif og nudda heit brauðin með þeim og svo læt ég smá góða ólífuolíu leka á brauðin. Svo raðar maður bara saman á samlokuna sína það sem maður vill.

Að lokum: Eiður notar alltaf bbq sósu á sína samloku og Palli notar yfirleitt sinnep. Við Birkir látum yfirleitt olíuna duga.. Við notum tannstöngla og allt til að halda þessu saman.. voða voða pró hjá okkur.. Svona leit mín út, innihald: kál, gúrka, rauðlaukur, sveppir, beikon, kjúklingabringa, ólifuolía.. sjæse hvað þetta var gottttt..

Minningargrein

Ég man þegar ég fór og sótti þig. Ég skoðaði þig vel og vandlega og stóð í þeirri trú að enginn stæði þér framar. Ég hefði ekki getað haft meira rangt fyrir mér. Ekki leið á löngu þar til ég þurfti að fara moka peningum í þig. Það var nú ekkert varið í þig. Stundum þurfti ég að berja þig til að þú hrykkir í gang. Ófáar stundirnar sat ég og horfði á þig og viskuna sem vall úr þér, drakk ég í mig. Stundum nennti ég ekki að horfa á þig en einhvernveginn gat ekki slitið mig frá og sofnaði stundum beint fyrir framan þig.

 Þú varst hjá okkur í 4 ár, en ert kominn niðrí geymslu núna. Ætli þú endir svo ekki á haugunum. Svo fáum við okkur nýtt sjónvarp fljótlega.