Sunnudagur

Það er sko ekta sunnudagsstemning hérna í kotinu hjá okkur..

 Pési er að læra, les og les eins og vindurinn..



Glói er komin í sumarskapið og slakar á í sólbaði á svölunum, fylgist með fólkinu í hverfinu, fuglunum sem fljúga framhjá, ruslinu sem fýkur á götunum, bílunum.. mesta stuðið er samt að sjá annan voffa.

Ég er bara að njóta þess að vera í fríi.. með öðrum orðum, ekki að gera neitt. Ég tók lambalæri uppúr kistunni í gær og ætla að úrbeina það á eftir og elda svo ömmu-gúllas í kvöldmatinn. Já, eða kvöldmatinn í kvöld, hádegismat á morgun og kvöldmat á morgun og kanski jafnvel líka í hádegismat á þriðjudaginn.. Heilt lambalæri dugar nefnilega tveimur meðaljónum/-gunnum eins og okkur alveg í margar máltíðir.. Sem er bara fínt, því eins og allir vita er ömmu-gúllas langbest upphitað, helst oft.

One thought on “Sunnudagur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *