Monthly Archives: July 2005

Ég sit hérna í íbúðinni sem við leigjum og ég svitna eins og svín. Soldið skrýtið veður úti. Svakalega rakt og ótrúlega heitt. Fórum í Fields í dag sem er stærsta kringla í Evrópu. Versluðum þar soldið og skoðuðum okkur um. Magnað að sjá hvað þetta er stórt. Hei já. Ég fékk menningarsjokk þegar við röltum í búð sem er svona eins og Hagkaup. Þar var heil deild undir rauðvín, hvítvín og allskonar. Spáiði ef þetta væri nú svona á Íslandi….það væri snilld. Við fórum í neðanjarðarlestina sem var magnað. Einfaldlega vegna þess að það var enginn vagnsstjóri. Gaman að þessu. Svo er stefnan að kíkja út á eftir. Fá sér eitthvað gott að borða…