Monthly Archives: March 2004

hæ.. ég er að hressast sem betur fer. guði sé lof fyrir treo. ég var nefnilega að lesa það á doktor.is að treo virkar ágætlega á mígrenishausverk.. málið er að í treoi er nefnilega acetýlsalicýlsýra sem er svona verkjastillandi og er í allskonar venjulegum verkjalyfjum fyrir höfuðverki, tíðarverki, tannverki og bla bla bla.. EN! í treoi er líka koffeín sem hefur væg örvandi áhrif á heilann og veldur því að æðarnar í heilanum dragast saman.. en fyrir þá sem ekki vita þá er talið að mígreni stafi af því að æðar í heilanum víkka út.. koffeínið eykur líka vekjastillandi áhrif þessarrar acetýlblablasýru.. SEM LEIÐIR TIL ÞESS! að treo getur haft góð áhrif á mígreni… en önnur venjuleg verkjalyf hafa engin áhrif. Þetta finnst mér mjög merkilegt því ég hef tekið treo við mígreni í dáldinn tíma og það hefur einmitt stundum losað mig alveg við mígrenið eða allavega slegið smá á það.. allt þetta án þess að ég vissi allt sem ég veit núna um koffeínið og allt það.. Það er ekki eins gott og hið rándýra – dýrara en allt dýrt – en þó áhrifamikla – mígrenislyf – maxalt smelt.. sem ég tími aldrei að kaupa..

Ég er farin út í búð að setja bréf í póst.. já, munið þið ekki, maður skrifar á blað og setur í umslag, skrifar heimilisfang á umslagið og límir á frímerki, setur það í póstkassa þá kemur maður og tekur það og fer með það til viðtakenda.. muniði? kallast póstur..

djöfull getur maður orðið brjálaður þegar maður les svona fréttir.. bara vegna þess að þeir áttu engra hagsmuna að gæta horfðu þeir upp á morð á 800.000 mönnum án þess að segja neinum frá því að það væri að gerast eða gera neitt í málinu.. eru ekki öll mannslíf jafn mikils virði? mér verður óglatt.. hvernig ætli þessir menn sofi á nóttunni? eru þeir samviskulausir??

annars verðið þið að afsaka neikvæðnina í mér í dag.. ég er heima í mígreniskasti, á ekki pening fyrir mígrenistöflum og er með of mikinn hausverk til að sofa.. til að toppa þetta er snjór úti og birtan að gera útaf við mig.. en á morgunn er útborgunardagur, migrenið verður farið og helgin að nálgast.. things can only get better.

Meira hvað maður er hress núna. Dúndur stuð í Engjaselinu. Hér dansar fólk úti á götum og syngur af kæti. Kassadömur bresta í söng við minnsta tækifæri og ekki laust við að maður dilli sér með. Svona er það bara í Engjaselinu. Tóm gleði alla daga. Þá vitiði hvert þið eigið að flytja.

Eru ekki allir í stuði? Ég held það. Hvernig finnst ykkur Júróvísjón lagið okkar? Persónulega finnst mér það bara ekki svo slæmt. Hef heyrt þau verri. Hver man ekki eftir slögurum eins “Karen, Karen” Lagið sem Daníel Ágúst söng, og hérna “Núna ef þú vilt mun nóttin….” Öll eru þessi lög algjör viðbjóður. Eða allavega finnst mér það. Æji hvað mig hlakkar til næstu helgi. Ég verð í fríi og við förum meira að segja í brúðkaup. Það verður nú stuð. Annars var þessi dagur bara ágætur. Tók á móti nokkrum tonnum af grænfóðri sem þessir vitleysingar selja svo grunlausum neytendum á uppsprengdu verði. Það þarf engin að segja mér það að þessi grænmetisfyrirtæki séu illa stödd. Þeir eru með rassgatið troðið af seðlum. Enn og aftur hvet ég fólk til að skoða Kill Bill. Þetta er svakaleg mynd. Adju…

ég horfði á nokkrar skemmtilegar myndir um helgina á meðan pési var að vinna. svona gamlar og góðar sem ég hafði ekki séð lengi lengi.. when harry met sally, scent of a woman og thelma & louise… mér finnst whms alveg geggjuð og ég hlæ endalaust að henni. mér finnst samtölin í henni svo skemmtileg, myndin er ekkert nema samtöl út í eitt þannig að eins gott að þau séu skemmtileg.. soaw er líka góð.. aðallega al pacino samt, en dáldið löng, ég var ekki farin að sofa fyrr en kl. hálf fjögur, sem er aðeins of seint fyrir mig.. t&l er líka frekar góð. mér finnst susan sarandon og geena davis pottþéttar leikkonur.. brad var svosem ágætur líka, allavega fyir þá sem eru hrifnir af svona súkkulaðistrákum.. 😉 þetta var allt saman í boði skjás eins. takk fyrir það..

núna er ég bara í vinnunni, verð að vinna frameftir í þessarri viku… ég get ekki beðið eftir helginni.. pési í fríi, mánaðarmótin komin og við að fara í brúðkaup.. ég veit meira að segja í hverju ég ætla að fara.. það er nú alveg met. þá er bara að vona að vikan verði fljót að líða.. je ræt..

í kvöld er survivor.. djöfull er ég spennt..

Djöfull var nú tekið á því um helgina. Vann allan föstudaginn og þá meina ég ALLAN föstudaginn. Kom heim úr Mata, og fór að vinna á næsta bar fram á morgun, fór þá aftur í Mata að keyra út á laugardagsmorgun og kláraði kl 12. Þvílíkt og annað eins. Hressandi. Hef aldrei verið jafn feginn eins og þegar ég lagðist uppí rúm. Svaf fram undir kvöldmat, borðaði og svo var farið að vinna á næsta bar. Þessi helgi er semsagt búin að hverfa í vinnu. Horfði á Kill Bill áðan. Ótrúlega skemmtileg mynd sem ég mæli með. En ég ætla bara að kveðja núna…

jæja, þá er helgin framundan. Þessi helgi verður nú ansi frábrugðin þeirri síðustu.. hjá mér verður hún bara hangs og tiltektir og hjá pésa verður bara vinna vinna vinna.. þannig er þetta nú bara, það er ekki alltaf partý.

Það er smám saman að skýrast allt saman í kring um námið sem ég ætla í haust (vonandi). ég er farin að hlakka massa til og get eiginlega ekki beðið eftir að aðstæður fari að breytast hérna hjá mér. mér veitir ekkert af því að breyta aðeins til og gera eitthvað annað en ég er að gera núna. það er alltaf svo hressandi. enn sem komið er eru málin frekar óljós og ég ætla ekkert að vera að skúbba neitt um þetta fyrr en allt er komið á hreint. þið verðið bara að bíða í spenningi.. eins og ég 😉